Útskriftargjöfin til háskólanema Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 29. nóvember 2010 08:45 Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Það setti að mér hroll, þegar ég sá auglýsinguna frá Bandalagi háskólamanna undir yfirskriftinni „útskriftargjöf til háskólanema" og svo var mynd af farmiða til útlanda - en bara aðra leiðina. Er þetta sú leið, sem ríkisstjórnin vill fara? Búa til þjóðfélag , sem hrekur burt hæfasta og menntaðasta fólkið? Háskólamenntun er forsenda nýsköpunar, enda er einn af gangráðum hagvaxtar vel menntuð þjóð. Rannsóknir sýna að allt að 20% hagvaxtar á Íslandi á árunum 1970 til 1992 má rekja til fjárfestingar í menntun. Einmitt þess vegna verður að forðast flatan niðurskurð á háskólastiginu, eins og stjórnvöld vilja gera. Nýlega sat ég fund á vegum EFTA og ESB um uppbyggingu nýsköpunar, mennta- og rannsóknarsamfélagsins til 2020. Þar voru menn sannfærðir um að efling þessara þátta muni leiða Evrópuþjóðir fyrr út úr þeim þrengingum sem þær standa frammi fyrir og styrkja undirstöður samfélagsins. Það sama gildir að sjálfsögðu um Ísland. Við eigum að halda áfram uppbyggingu háskóla. Við eigum að efla rannsóknar- og þróunarstarf á háskólastiginu en milli velmegunar þjóða og öflugs þekkingarsamfélags liggja sterk bönd. Það gerum við annars vegar með markvissu samstarfi háskóla og hins vegar með sameiningu háskóla. Við verðum að reyna að gera meira fyrir minna. Það er ákall um krefjandi nálgun svo hægt verði að standa vörð um háskólastarfið. kennslu og rannsóknir til lengri tíma. Héraðshöfðingjar verða að sjá hagsmuni heildarinnar í þessu máli. Þar vegur áherslan á gæði þungt. Við þurfum að auka hagvöxt. Mennta- og vísindasamfélagið er tæki til þess. Verkefni stjórnmálanna er að byggja á því sem vel er gert og sækja fram á réttum forsendum. Efla þarf menntun ungs fólks í tæknigreinum til að uppfylla áætlaða þörf í hátækniiðnaði á næstu árum. Ríkisstjórnin hefur ákveðið að fara þveröfuga leið. Sækja ætti í smiðju þeirra þjóða þar sem best hefur tekist til á þessu sviði og hvernig þjóðir eins og Finnar forgangsröðuðu á erfiðum tímum í ríkissfjármálum. Það kemur samfélaginu öllu til góða að reka öfluga háskóla. Að minnka fjárfestingu til þessa málaflokks með flötum niðurskurði líkt og ríkisstjórnin leggur til er glapræði. Við getum hagrætt. Við getum sparað. En gerum það rétt. Þorum að forgangsraða í þágu framtíðarinnar. Þannig að flugmiði barnanna okkar verði fram og til baka. Við viljum fá fólkið okkar aftur heim.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun