Lífið

Væri asnalegt að segja: Elska bílinn minn hann er æði?

Beyonce Knowles. MYND/Cover Media.
Beyonce Knowles. MYND/Cover Media.

„Ég elska guð. Hann er svo stór hluti af mínu lífi," sagði Beyonce Knowles söngkona spurð hverju hún gæti ekki verið án.

Við gerðum könnun á meðal lesenda Lífsins á Facebook síðunni okkar og spurðum:

Hvað kanntu sannarlega að meta í tilveru þinni?

Ekki stóð á svörunum sem voru mörg og ólík.

 

„Fjölskylduna og heilsuna."

„Væri asnalegt að segja, elska bílinn minn hann er æði?"

„Fjölskylduna og vini. Allt góða fólkið. Hreina vatnið og nattúruna. Frið, hamingju, heilbrigði og ást."

„Sátt og samlyndi."

„Lífið sjálft ætla eg að segja. Ég get bara ekki valið úr öllum þeim dásamlegu hlutum sem gerast á hverjum degi, bæði litlum og stóru.

„Börnin mín og fjölskyldan. Svo ætla ég að láta fylgja með: Heiðarleiki, góðvild og hjálpsemi."

„Að hafa heilsuna í lagi nr 1, 2 og 3, þá er allt hitt svo gott."

„Búa á Íslandi þar sem er ekkert stríð eða hættulegir hvirfibylir og svoleiðis."

„Kann svo sannarlega að meta börnin mín 2 og manninn minn."

„Mömmu."

„Dóttir mín er það sem fullkomnar mitt líf og það að hún og ég ásamt nánast flestum í stórfjölskyldunni eru við góða heilsu andlega sem líkamlega."

„Börnin mín og barnabörn."

„Heilsan er það dýrmætasta sem hægt er að meta og í raun það eina sem við eigum."

„Fjölskylduna mína og loftið sem ég anda inn á hverjum degi."

Þökkum fyrir frábæra þátttöku. Vertu með okkur á Facebook.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.