Hamilton ánægður þrátt fyrir áminningu 12. nóvember 2010 20:25 Lewis Hamilton í sólsetrinu í Abu Dhabi í dag. Mynd: Getty Images/Clive Mason Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45. Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Lewis Hamilton hjá McLaren var fljótastur á æfingum Formúlu 1 liða í Abu Dhabi í dag, en toppmennirnir í stigaslagnum um titilinn voru honum næstir. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir æfingarnar tvær í dag. "Ég er mjög, mjög ánægður. Við höfum vonast eftir að afturvængurinn myndi virka betur, en hann hefur ekki virskað síðan á Suzuka (Japan) og hann er loksins að virka. Það er stór plús fyrir okkur", sagði Hamilton eftir æfingarnar í dag í frétt á autosport.com. Hamilton er á lyfjun vegna lasleika, en kvaðst hafa liðið vel um borð í bílnum, sem hafi virkað vel. Tímatakan er á laugardag og mikilvægt fyrir Hamilton að vera sem fremst á ráslínu. "Ég er vongóður, en þetta verður erfitt. Red Bull gæti verið hálfri sekúndu á undan eins og oft áður, en við erum nær en áður", sagði Hamilton. Red Bull ökumennirnir Sebastian Vettel og Mark Webber hafa náð 14 af 18 ráspólum á þessu ári, þ.e. verið fremstir á ráslínu. Hamilton fékk áminningu frá dómurum eftir að hafa nærri lenti í árekstri við Bruno Senna og strikað yfir hvíta línu sem afmarkar innakstur á þjónustusvæðið í Abu Dhabi. Lokaæfing keppnisliða í Abu Dhabi er sýnd beint kl. 09.55 á Stöð 2 Sport á laugardag og tímatakan í opinni dagskrá kl. 12.45.
Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Körfubolti Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira