Skuldsetningarheimild Alþingis takmörkuð í stjórnarskrá Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson skrifar 12. nóvember 2010 11:17 Alþingi fer með fjárveitingarvaldið að meginstefnu til á meðan sveitarfélög fara með fjárveitingarvaldið að hluta, samkvæmt 2. mgr. 78. gr. stjskr. sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Samkvæmt 2. ml. 40. gr. stjórnarskrárinnar má ekki taka lán nema samkvæmt lagaheimild og er þar átt við að einungis þurfi einfaldan meirihluta þings. Undanfarið hefur hið opinbera farið mikinn í skuldsetningu og er nú svo komið að mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fjárlagahallann og stöðu ríkissjóðs. Við opinbera stefnumótun kemur sú staða iðulega upp að taka þurfi lán til að fjármagna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það getur verið hluti af almennri pólitík að eyða meira eitt árið heldur en það næsta. Ríkið getur þurft að taka lán til að fjármagna tilteknar framkvæmdir eða til að greiða fyrir velferðarþjónustu í kjölfar hallareksturs. Slíkt er gott og gilt og á ekki að vera takmarkað um of. Hins vegar verður að líta til þess að ef engar hindranir standa í vegi fyrir því að meirihluti hvers tíma skuldsetji framtíðarkynslóðir og framtiðarríkisstjórnir er komið framar því sem góðu hófi gegnir. Slíkt er síður en svo hvetjandi fyrir skynsamlega fjárhagsstjórn. Þá getur maður rétt svo ímyndað sér hversu þensluhvetjandi slíkt getur verið þegar hagkerfið má ekki við umframeyðslu. Það er ólíðandi að hið opinbera geti skuldsett framtíðarkynslóðir án þess að brýn nauðsyn standi til. Ég held að það sé orðið tímabært að taka til fullrar skoðunar hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins í stjórnarskrá. Hugmyndin sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ekki sé hægt að koma sér saman um reglu sem kæmi í veg fyrir óþarfa skuldsetningu án þess að binda hendur fjárveitingarvaldsins um of. Það væri til að mynda hægt að hugsa sér að skuldsetning yfir ákveðnu hlutfalli þjóðarframleiðslu yrði einungis heimil ef brýna nauðsyn bæri til í þágu allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða að almannahagsmunir þess krefðust. Að auki væri hægt að hugsa sér að til þyrfti aukinn meirihluta Alþingis til samþykktar á skuldsetningu sem færi yfir tiltekið (hærra) hámark þjóðarframleiðslu ársins, eða áranna, á undan. Eitt er þó víst. Við viljum ekki vakna við það að valdhafar hafi skuldsett borgarana þannig að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu, án þess að full rök standi til. Því tel ég fulla ástæðu til að taka slíkar hugmyndir til umræðu á stjórnlagaþingi. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér til stjórnlagaþings. 3-18-3 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Alþingi fer með fjárveitingarvaldið að meginstefnu til á meðan sveitarfélög fara með fjárveitingarvaldið að hluta, samkvæmt 2. mgr. 78. gr. stjskr. sbr. 2. mgr. 9. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 45/1998. Samkvæmt 2. ml. 40. gr. stjórnarskrárinnar má ekki taka lán nema samkvæmt lagaheimild og er þar átt við að einungis þurfi einfaldan meirihluta þings. Undanfarið hefur hið opinbera farið mikinn í skuldsetningu og er nú svo komið að mörg sveitarfélög ramba á barmi gjaldþrots. Ekki þarf að fara mörgum orðum um fjárlagahallann og stöðu ríkissjóðs. Við opinbera stefnumótun kemur sú staða iðulega upp að taka þurfi lán til að fjármagna þær ákvarðanir sem teknar hafa verið. Það getur verið hluti af almennri pólitík að eyða meira eitt árið heldur en það næsta. Ríkið getur þurft að taka lán til að fjármagna tilteknar framkvæmdir eða til að greiða fyrir velferðarþjónustu í kjölfar hallareksturs. Slíkt er gott og gilt og á ekki að vera takmarkað um of. Hins vegar verður að líta til þess að ef engar hindranir standa í vegi fyrir því að meirihluti hvers tíma skuldsetji framtíðarkynslóðir og framtiðarríkisstjórnir er komið framar því sem góðu hófi gegnir. Slíkt er síður en svo hvetjandi fyrir skynsamlega fjárhagsstjórn. Þá getur maður rétt svo ímyndað sér hversu þensluhvetjandi slíkt getur verið þegar hagkerfið má ekki við umframeyðslu. Það er ólíðandi að hið opinbera geti skuldsett framtíðarkynslóðir án þess að brýn nauðsyn standi til. Ég held að það sé orðið tímabært að taka til fullrar skoðunar hvort ekki sé orðið nauðsynlegt að binda hendur fjárveitingarvaldsins í stjórnarskrá. Hugmyndin sem ég hef verið að velta fyrir mér er hvort ekki sé hægt að koma sér saman um reglu sem kæmi í veg fyrir óþarfa skuldsetningu án þess að binda hendur fjárveitingarvaldsins um of. Það væri til að mynda hægt að hugsa sér að skuldsetning yfir ákveðnu hlutfalli þjóðarframleiðslu yrði einungis heimil ef brýna nauðsyn bæri til í þágu allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða að almannahagsmunir þess krefðust. Að auki væri hægt að hugsa sér að til þyrfti aukinn meirihluta Alþingis til samþykktar á skuldsetningu sem færi yfir tiltekið (hærra) hámark þjóðarframleiðslu ársins, eða áranna, á undan. Eitt er þó víst. Við viljum ekki vakna við það að valdhafar hafi skuldsett borgarana þannig að sjálfstæði þjóðarinnar sé í hættu, án þess að full rök standi til. Því tel ég fulla ástæðu til að taka slíkar hugmyndir til umræðu á stjórnlagaþingi. Vilhjálmur Þ. Á. Vilhjálmsson Höfundur er lögfræðingur og gefur kost á sér til stjórnlagaþings. 3-18-3
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun