Erlent

Áhöfn Rachel Corrie vísað úr landi

Áhöfnin var handtekinn í gær.
Áhöfnin var handtekinn í gær. Mynd/AP
Öllum 19 áhafnarmeðlimum flutningaskipsins Rachel Corrie verður vísað úr landi í dag. Áhöfnin var handtekinn í gær en hún ætlaði að reyna sigla flutningaskipinu til Gaza og koma hjálpargögnum til íbúa þar.

Brottvísunin mun ganga hratt og örugglega fyrir sig segja ísraelskir ráðamenn en áhöfnin á Rachel Corrie veitti enga mótspyrnu þegar ísraelskir hermenn fóru um borð í gær, ólíkt áhöfninni á Navi Marmara á mánudaginn en níu tyrkneskir ríkisborgarar voru þá skotnir til bana. Það vakti gríðarlega hörð viðbrögð í alþjóðasamfélaginu og hefur sett pressu á Ísraela að aflétta hafnarbanninu á Gaza og leyfa hjálpargögnum að komast óhindrað til íbúa þar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×