Erlent

John Lennon minnst um allan heim

John Lennon.
John Lennon.

Hundruðir manna komu saman í Strawberry Fields í Central Park í New York í gær til þess að minnast sjötugs afmæli Bítilsins John Lennon samkvæmt frétt New York Post.

Bítilsins var minnst um alla veröld, meðal annars í Napólí á Ítalíu þar sem mósaík mynd honum til heiðurs var afhjúpuð.

Þá afhjúpaði fyrri eiginkona Lennons, Cynthia og sonur þeirra, Julian, skúlptúr af Bítlinum í heimaborg þeirra, Liverpool.

Heimildarmynd um Lennon var frumsýnd í gærkvöldi í Central Park. Myndin heitir LENNONYC og var sýnd undir berum himni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×