Byr bútaður niður 18. febrúar 2010 00:01 Mikil uppstokkun stendur nú yfir á Byr sparisjóði, útibú verða sameinuð, deildir lagðar niður og starfsfólk flutt til. Að hagræðingaraðgerðum loknum mun ríkið væntanlega leggja honum til nýtt eigið fé upp á tæpa ellefu milljarða króna. Stjórnendur Byrs stýra uppstokkun sparisjóðsins í samvinnu við stjórnvöld, Seðlabanka og Fjármálaeftirlit. Til stendur að skera burt alla fitu af sjóðnum áður en ríkið réttir honum hjálparhönd, eins og einn viðmælenda Fréttablaðsins tók til orða. Byr óskaði eftir eiginfjárframlagi ríkisins í mars í fyrra. Hagræðing er komin skemur á veg hjá Byr en stóru bönkunum. Ekki kom kippur í málið fyrr en stjórnendur sparisjóðsins stigu til hliðar undir lok síðasta árs. Ragnar Z. Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri hætti um miðjan síðasta mánuð. Þeir sem rætt var við segja starfslok stjórnenda tímabæra til að endurvekja traust. Stefnt er á að hagræðingarferlið standi í um þrjá mánuði. Að því loknu muni Byr verða sparisjóður samkvæmt ströngustu skilgreiningu; taka við innlánum og veita lán. Verðbréfasvið og eignastýring verður lögð niður eða útvistuð. Fyrstu sjáanlegu skref þess sem koma skal eru sögð sjást í sameiningu útibús Byrs í Garðabæ við útibúið í Kópavogi sem lýkur í dag. Það síðarnefnda mun vera arðbærasta útibú sparisjóðsins. Líkur eru á að önnur útibú verði sameinist. Hjá Byr í Garðabæ voru sex starfsmenn. Þeir fara í önnur störf hjá Byr. Einar Birkir Einarsson, útibússtjóri í Garðabæ, fer í önnur verkefni í höfuðstöðvum Byrs, samkvæmt upplýsingum frá sparisjóðnum. Í fyrrahaust strandaði endurskipulagning Byrs á stofnfjáreigendum enda ljóst að þeir bæru skarðan hlut frá borði með ríkisframlaginu. Nokkuð hefur þokast í samkomulagsátt. Þýskir kröfuhafar létu af ströngustu kröfum sínum í nóvember í fyrra og óskuðu innlendir kröfuhafar nýverið eftir ítarlegum upplýsingum um fjárhagsstöðu sjóðsins. Næstu skref eru í höndum þeirra og fjármálaráðuneytis. Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi fjármálaráðherra, segir mál Byrs ganga vel. Hún er bundin trúnaði og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. - jab Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira
Mikil uppstokkun stendur nú yfir á Byr sparisjóði, útibú verða sameinuð, deildir lagðar niður og starfsfólk flutt til. Að hagræðingaraðgerðum loknum mun ríkið væntanlega leggja honum til nýtt eigið fé upp á tæpa ellefu milljarða króna. Stjórnendur Byrs stýra uppstokkun sparisjóðsins í samvinnu við stjórnvöld, Seðlabanka og Fjármálaeftirlit. Til stendur að skera burt alla fitu af sjóðnum áður en ríkið réttir honum hjálparhönd, eins og einn viðmælenda Fréttablaðsins tók til orða. Byr óskaði eftir eiginfjárframlagi ríkisins í mars í fyrra. Hagræðing er komin skemur á veg hjá Byr en stóru bönkunum. Ekki kom kippur í málið fyrr en stjórnendur sparisjóðsins stigu til hliðar undir lok síðasta árs. Ragnar Z. Guðjónsson fyrrverandi sparisjóðsstjóri hætti um miðjan síðasta mánuð. Þeir sem rætt var við segja starfslok stjórnenda tímabæra til að endurvekja traust. Stefnt er á að hagræðingarferlið standi í um þrjá mánuði. Að því loknu muni Byr verða sparisjóður samkvæmt ströngustu skilgreiningu; taka við innlánum og veita lán. Verðbréfasvið og eignastýring verður lögð niður eða útvistuð. Fyrstu sjáanlegu skref þess sem koma skal eru sögð sjást í sameiningu útibús Byrs í Garðabæ við útibúið í Kópavogi sem lýkur í dag. Það síðarnefnda mun vera arðbærasta útibú sparisjóðsins. Líkur eru á að önnur útibú verði sameinist. Hjá Byr í Garðabæ voru sex starfsmenn. Þeir fara í önnur störf hjá Byr. Einar Birkir Einarsson, útibússtjóri í Garðabæ, fer í önnur verkefni í höfuðstöðvum Byrs, samkvæmt upplýsingum frá sparisjóðnum. Í fyrrahaust strandaði endurskipulagning Byrs á stofnfjáreigendum enda ljóst að þeir bæru skarðan hlut frá borði með ríkisframlaginu. Nokkuð hefur þokast í samkomulagsátt. Þýskir kröfuhafar létu af ströngustu kröfum sínum í nóvember í fyrra og óskuðu innlendir kröfuhafar nýverið eftir ítarlegum upplýsingum um fjárhagsstöðu sjóðsins. Næstu skref eru í höndum þeirra og fjármálaráðuneytis. Hjördís Dröfn Vilhjálmsdóttir, ráðgjafi fjármálaráðherra, segir mál Byrs ganga vel. Hún er bundin trúnaði og vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti. - jab
Mest lesið Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Ný tækni, ný kynslóð, ný viðhorf: Yngsti sölumaðurinn eins árs Atvinnulíf Fleiri fréttir Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Sjá meira