Ísraelsk stjórnvöld vilja engu svara 18. febrúar 2010 01:00 Sáust í öryggismyndavélum Tveir hinna grunuðu á gangi hótelsins þar sem Mahmoud al-Mabhouh var myrtur.nordicphotos/AFP Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, neitar því ekki að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi staðið að morði á háttsettum Hamas-manni á hótelherbergi í Dúbaí í janúar. Hann segir einungis að ekkert bendi til þess, en viðurkennir um leið að það sé stefna ísraelskra stjórnvalda að svara engu um starfsemi leyniþjónustunnar, hvorki staðfesta né neita neinu. „Engin ástæða er til að halda að það hafi verið ísraelska leyniþjónustan Mossad, frekar en einhver önnur leyniþjónusta eða annað land er illt bruggar,“ er það eina sem hann vill segja um málið. Lögreglan í Dúbaí hefur birt myndir, nöfn og vegabréfsnúmer ellefu manna sem lýst er eftir í tengslum við morðið á Mahmoud al-Mabhouh, sem ísraelsk stjórnvöld segja hafa stundað vopnasmygl fyrir Hamashreyfingu Palestínumanna. Einnig hafa verið birtar myndir af þessu fólki úr öryggismyndavélum frá Dúbaí. Vegabréf mannanna voru öll evrópsk, sex bresk, þrjú írsk, eitt franskt og eitt þýskt. Bresk og írsk stjórnvöld hafa kannað málið og segjast engin vegabréf hafa gefið út á þessum nöfnum. Þau hljóti að vera fölsuð. Komið hefur í ljós að nöfn að minnsta kosti sjö vegabréfshafanna eru nöfn á ísraelskum ríkisborgurum, sex sem eru aðfluttir frá Bretlandi og einum sem er aðfluttur frá Bandaríkjunum. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri og myndirnar á vegabréfunum eru ekki af þeim, þótt nöfnin og vegabréfsnúmerin stemmi. „Ég veit ekki hvernig þeir komust yfir persónuupplýsingar mínar, eða hver tók þær,“ segir einn þeirra, Stephen Hodes, og bætir því við að hann sé skelfingu lostinn. „Þetta eru hættuleg öfl.“ Ísraelska leyniþjónustan hefur sætt töluverðri gagnrýni í Ísrael eftir að þetta mál komst í hámæli, einkum fyrir að stofna ísraelskum ríkisborgurum í hættu með því að nota nöfn þeirra til verka af þessu tagi. Þingmaðurinn Yishrael Hasson, fyrrverandi aðstoðaryfirmaður ísraelsku öryggislögreglunnar Shin Bet, krefst þess að utanríkis- og varnarmálanefndir þingsins taki málið fyrir. Ísraelska leyniþjónustan Mossad hefur áður verið sökuð um að nota fölsuð skilríki. Árið 2005 báðu ísraelsk stjórnvöld ríkisstjórn Nýja-Sjálands afsökunar eftir að tveir Ísraelar hlutu fangelsisdóm í Nýja-Sjálandi fyrir að hafa reynt að stela nýsjálenskum vegabréfum. gudsteinn@frettabladid.is Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira
Avigdor Lieberman, utanríkisráðherra Ísraels, neitar því ekki að ísraelska leyniþjónustan Mossad hafi staðið að morði á háttsettum Hamas-manni á hótelherbergi í Dúbaí í janúar. Hann segir einungis að ekkert bendi til þess, en viðurkennir um leið að það sé stefna ísraelskra stjórnvalda að svara engu um starfsemi leyniþjónustunnar, hvorki staðfesta né neita neinu. „Engin ástæða er til að halda að það hafi verið ísraelska leyniþjónustan Mossad, frekar en einhver önnur leyniþjónusta eða annað land er illt bruggar,“ er það eina sem hann vill segja um málið. Lögreglan í Dúbaí hefur birt myndir, nöfn og vegabréfsnúmer ellefu manna sem lýst er eftir í tengslum við morðið á Mahmoud al-Mabhouh, sem ísraelsk stjórnvöld segja hafa stundað vopnasmygl fyrir Hamashreyfingu Palestínumanna. Einnig hafa verið birtar myndir af þessu fólki úr öryggismyndavélum frá Dúbaí. Vegabréf mannanna voru öll evrópsk, sex bresk, þrjú írsk, eitt franskt og eitt þýskt. Bresk og írsk stjórnvöld hafa kannað málið og segjast engin vegabréf hafa gefið út á þessum nöfnum. Þau hljóti að vera fölsuð. Komið hefur í ljós að nöfn að minnsta kosti sjö vegabréfshafanna eru nöfn á ísraelskum ríkisborgurum, sex sem eru aðfluttir frá Bretlandi og einum sem er aðfluttur frá Bandaríkjunum. Þeir segjast hvergi hafa komið nærri og myndirnar á vegabréfunum eru ekki af þeim, þótt nöfnin og vegabréfsnúmerin stemmi. „Ég veit ekki hvernig þeir komust yfir persónuupplýsingar mínar, eða hver tók þær,“ segir einn þeirra, Stephen Hodes, og bætir því við að hann sé skelfingu lostinn. „Þetta eru hættuleg öfl.“ Ísraelska leyniþjónustan hefur sætt töluverðri gagnrýni í Ísrael eftir að þetta mál komst í hámæli, einkum fyrir að stofna ísraelskum ríkisborgurum í hættu með því að nota nöfn þeirra til verka af þessu tagi. Þingmaðurinn Yishrael Hasson, fyrrverandi aðstoðaryfirmaður ísraelsku öryggislögreglunnar Shin Bet, krefst þess að utanríkis- og varnarmálanefndir þingsins taki málið fyrir. Ísraelska leyniþjónustan Mossad hefur áður verið sökuð um að nota fölsuð skilríki. Árið 2005 báðu ísraelsk stjórnvöld ríkisstjórn Nýja-Sjálands afsökunar eftir að tveir Ísraelar hlutu fangelsisdóm í Nýja-Sjálandi fyrir að hafa reynt að stela nýsjálenskum vegabréfum. gudsteinn@frettabladid.is
Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Rússland sé „pappírs tígur“ og Úkraínumenn geti unnið landið aftur Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Sprenging í Osló og stórt svæði girt af Sjá meira