Erlent

Írskt flutningaskip á leið til Gaza

Flutningaskip í írskri eigu er nú á leið til Gaza svæðisins með 500 tonn af sementi sem nota á til að endurbyggja skóla, heimili og opinberar byggingar sem eyðilagðar hafa verið í átökum við Ísraelsmenn.

Um borð í skipinu er Denis Halliday fyrrum aðstoðaraðalritari Sameinuðu þjóðanna við ellefta mann. Halliday segir í samtali við CNN að þeir muni ekki stöðva skipið nema Ísraelar neyði þá til þess.

Ísraelsmenn hafa boðið Halliday að afferma skipið í höfninni í Ashdod og flytja farminn þaðan til Gaza. Því boði hefur verið hafnað. Reiknað er með að írska skipið komi að ströndum Gaza seint í kvöld eða í fyrramálið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×