Erlent

Hver er þessi dökkhærði draumaprins?

Óli Tynes skrifar
William nú og þá.
William nú og þá.

Bretar tóku bókstaflega andköf þegar þeir sáu forsíðumynd af Vilhjálmi krónprinsi sínum á nýjasta hefti tímaritsins Hello.

Prinsinn er ljóshærður og mikið hefur verið talað um að hár hans sé farið að þynnast. Á myndinni í Hello er hann hinsvegar næstum svarthærður og hárið þykkt og hylur vel.

Prinsinn féllst á myndatökuna gegn veglegum styrki til hjálparsamtakanna Chrisis, sem einkum aðstoðar heimilislaust fólk.

Móðir hans Díana studdi mikinn fjölda hjálparsamtaka og leyfði oft myndatökur til þess að styrkja þessi samtök sín. Mynd af dökkhærða prinsinum má sjá á vísir.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×