Viðskipti innlent

Kaupþing vill selja spítalalóð í Bretlandi

Kaupþing.
Kaupþing.

Kaupþing banki hefur ráðið ráðgjafarfyrirtækið CB Richard Ellis til að sjá um sölu á lóð, þar sem áður var Middlesex-sjúkrahúsið, í miðborg London samkvæmt tilkynningu á heimasíðu bankans.

Þar segir að Kaupþing banki hafi verið í samstarfi við breska fasteignaþróunarfélagið Stanhope undanfarna átta mánuði við að greina valkosti í tengslum við lóðina sem staðsett er í West End í London og býður upp á tæplega 84 þúsund fermetra byggingarétt.

Í ljósi þess hversu markaðurinn hefur tekið vel við sér og vegna áhuga fjölda fjárfesta á lóðinni hefur skilanefnd Kaupþings tekið þá ákvörðun að setja lóðina í formlegt söluferli.

Á Middlesex-sjúkrahússlóðinni er samþykkt skipulag fyrir tæplega 84 þúsund fermetra íbúðar- og skrifstofuhúsnæði hannað af MAKE arkitektum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×