Erlent

Páfinn fordæmir jafnréttislöggjöf Breta

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt 16. ætlar að heimsækja Breta.
Benedikt 16. ætlar að heimsækja Breta.
Benedikt 16. páfi fordæmir löggjöf Breta um réttindi samkynhneigðra og segir að þau gangi þvert á lögmál náttúrunnar.

Páfi boðaði í gær að hann myndi heimsækja Bretland á þessu ári. Í bréfi sem hann sendi kaþólska biskupnum yfir Englandi og Wales af því tilefni sagði hann að páfinn fagnaði því að Bretar skyldu halda í heiðri sjónarmiðum um jafnan rétt fyrir alla. Hann sagði hins vegar að bresk löggjöf hindraði fólk úr kristnum samfélögum í því að iðka trú sína.

Breska blaðið Guardian telur að þarna eigi páfinn fyrst og fremst við lög sem samþykkt voru á síðasta ári og bannar stofnunum sem hafa milligöngu um ættleiðingar að mismuna pörum á grundvelli kynhneigðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×