Kirkja og skóli á forsendum barnsins Halldór Reynisson skrifar 28. október 2010 06:00 Umræðan um kirkju og skóla byggir um sumt á misskilningi. Talað hefur verið um tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur sem „bann við trúboði" eins og trúboð á vegum kirkjunnar sé þar iðkað í stórum stíl. Það er stefna kirkjunnar að eiga samstarf við skólann á þeirri forsendu hans að fræða um trú en ekki boða hana. Þá hefur verið látið að því liggja að tillögur mannréttindaráðs byggi á tillögum menntasviðs borgarinnar frá 2007 og að fulltrúi kirkjunnar hafi „blessað" þær. Ég er sá blessaði maður og vil leiðrétta þann misskilning. Í fimmta lið tillagna mannréttindaráðs segir „Kirkjuferðir skulu ekki farnar á starfstíma…". Í 2007 skýrslunni segir: „Varðandi börn og nemendur getur samstarf falist í vettvangsheimsóknum … fá kynningu á hátíðum og athöfnum er tengjast lífshlaupi mannsins." Tillaga mannréttindaráðs gengur því í þveröfuga átt. Í sjötta lið tillagna mannréttindaráðs segir „…að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- og lífsskoðunarfélaga". Í 2007 skýrslunni segir: „Samstarf getur einnig falið í sér að kennarar í leik- og grunnskólum leiti aðstoðar hjá fulltrúum trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla sem tengjast nemendum og kennurum skólanna." Tillaga mannréttindaráðs gengur í þveröfuga átt. Varðandi umfjöllun um fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar þá er hugmyndin í tillögunum að banna skólum að veita leyfi til fermingarferða. Í árslok 2007 áréttaði menntamálaráðuneytið að ekki stæði til að banna skólastjórnendum að veita slík leyfi en foreldrar skyldu sækja um en ekki kirkjurnar. Í rauninni held ég að allir séu sammála um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs. Deilan snýst um hvað kallað er trúboð. Er það að prestur gengur inn í skóla trúboð? Eru englamyndir á litlu jólunum trúboð? Forðumst öfgar, höfum þá siðfræði Aristótelesar að leiðarljósi að dygðin sé fólgin í meðalhófi en lestir í öfgunum. Loks þetta. Í skólamálaumræðunni er sjónarmið barnsins sjálfs og náms þess nú í brennidepli en ekki hagsmunir kennarans, hvað þá kirkjunnar eða siðmenntar. Hverjir eru hagsmunir barnsins? Hvað nærir það og þroskar? Hvað styður þegar áföll dynja yfir? Hvernig hjálpum við því að auðga sitt andlega líf, hvort sem það er kristið eða trúlaust? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Umræðan um kirkju og skóla byggir um sumt á misskilningi. Talað hefur verið um tillögu mannréttindaráðs Reykjavíkur sem „bann við trúboði" eins og trúboð á vegum kirkjunnar sé þar iðkað í stórum stíl. Það er stefna kirkjunnar að eiga samstarf við skólann á þeirri forsendu hans að fræða um trú en ekki boða hana. Þá hefur verið látið að því liggja að tillögur mannréttindaráðs byggi á tillögum menntasviðs borgarinnar frá 2007 og að fulltrúi kirkjunnar hafi „blessað" þær. Ég er sá blessaði maður og vil leiðrétta þann misskilning. Í fimmta lið tillagna mannréttindaráðs segir „Kirkjuferðir skulu ekki farnar á starfstíma…". Í 2007 skýrslunni segir: „Varðandi börn og nemendur getur samstarf falist í vettvangsheimsóknum … fá kynningu á hátíðum og athöfnum er tengjast lífshlaupi mannsins." Tillaga mannréttindaráðs gengur því í þveröfuga átt. Í sjötta lið tillagna mannréttindaráðs segir „…að tryggt sé að fagaðilar komi að sálrænum áföllum í stað þess að leitað sé til trúar- og lífsskoðunarfélaga". Í 2007 skýrslunni segir: „Samstarf getur einnig falið í sér að kennarar í leik- og grunnskólum leiti aðstoðar hjá fulltrúum trúar- og lífsskoðunarhópa vegna áfalla sem tengjast nemendum og kennurum skólanna." Tillaga mannréttindaráðs gengur í þveröfuga átt. Varðandi umfjöllun um fermingarfræðslu Þjóðkirkjunnar þá er hugmyndin í tillögunum að banna skólum að veita leyfi til fermingarferða. Í árslok 2007 áréttaði menntamálaráðuneytið að ekki stæði til að banna skólastjórnendum að veita slík leyfi en foreldrar skyldu sækja um en ekki kirkjurnar. Í rauninni held ég að allir séu sammála um að skólinn sé ekki vettvangur trúboðs. Deilan snýst um hvað kallað er trúboð. Er það að prestur gengur inn í skóla trúboð? Eru englamyndir á litlu jólunum trúboð? Forðumst öfgar, höfum þá siðfræði Aristótelesar að leiðarljósi að dygðin sé fólgin í meðalhófi en lestir í öfgunum. Loks þetta. Í skólamálaumræðunni er sjónarmið barnsins sjálfs og náms þess nú í brennidepli en ekki hagsmunir kennarans, hvað þá kirkjunnar eða siðmenntar. Hverjir eru hagsmunir barnsins? Hvað nærir það og þroskar? Hvað styður þegar áföll dynja yfir? Hvernig hjálpum við því að auðga sitt andlega líf, hvort sem það er kristið eða trúlaust?
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun