Handbolti

Góður sigur hjá lærisveinum Dags

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Rúnar Kárason er hér í baráttu við Momir Ilic, leikmann Kiel.
Rúnar Kárason er hér í baráttu við Momir Ilic, leikmann Kiel.

Fuchse Berlin, lið Dags Sigurðssonar, vann góðan sigur á Magdeburg, 31-25, í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag.

Rúnar Kárason skoraði eitt mark fyrir Berlin og hann fékk þess utan tvær tveggja mínútna kælingar.

Ivan Nincevic var markahæstur hjá Berlin með 8 mörk en Robert Weber var markahæstur hjá Magdeburg með 5 mörk.

Berlin er í níunda sæti deildarinnar en Magdeburg í því ellefta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×