Erlent

Um sextíu létust í lestarslysi

Rúmlega sextíu létust í lestarslysi í suðurhluta Kongó í dag. Forsvarsmaður lestarfyrirtækisins segir að lestin hafi verið á leiðinni milli Bilinga og Tchitondi þegar hún fór út af sporinu. Fram kemur á vef breska ríkisútvarpsins að járnbrautateinarnir hafi verið lagðir á öðrum og þriðja áratug síðustu aldar og að viðhaldi hafi ekki verið sinnt sem skyldi.

Annað mannskætt slys varð í Kongó fyrir nokkrum dögum þegar flugvél hrapaði en þá fórust tíu farþegar auk flugmannsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×