Erlent

Barnamorð á Spáni: Dómari ákveður sig í dag

Börnin fundust látin á hóteli á Lloret de Mar sem er vinsæll ferðamannastaður í austurhluta Spánar.
Börnin fundust látin á hóteli á Lloret de Mar sem er vinsæll ferðamannastaður í austurhluta Spánar.

Dómari á Spáni mun ákveða í dag hvort Lianne Smith, móðir tveggja breskra barna sem létust á hótelherbergi þar í landi á dögunum verði ákærð fyrir morð. Konan sem er 45 ára gömul var handtekin á þriðjudag eftir að lík hinnar fimm ára gömlu Rebekku og hins ellefumánaða gamla Daníels fundust á hótelherbergi í bænum Lloret de Mar.

Fjölmiðlar ytra fullyrða að móðirin hafi þegar viðurkennt að hafa myrt börnin. Hún gengst nú undir geðrannsókn og í gær fór lögreglan með hana á vettvang glæpsins. Fjölskyldan var á flótta undan réttvísinni en maður Smith var eftirlýstur fyrir barnaníð.

Hann var handtekinn fyrir hálfum mánuði og framseldur til Bretlands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×