Handbolti

Kiel marði FCK í Meistaradeildinni

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Alfreð og félagar brostu í dag.
Alfreð og félagar brostu í dag.

Lærisveinar Alfreðs Gíslasonar í Kiel fóru góða ferð til Kaupmannahafnar í dag þar sem liðið lagði FCK af velli, 31-33.

Þetta var fyrri leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Kiel því í vænlegri stöðu fyrir síðari leikinn sem liðið spilar á heimavelli.

Arnór Atlason átti ágætan leik fyrir FCK en Aron Pálmarsson kom ekki við sögu í liði Kiel þó svo hann hefði verið á bekknum. Hann hefur verið að glíma við meiðsli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×