Handbolti

Spánn vann og pressan er á Frökkum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Úr leik liðanna í kvöld.
Úr leik liðanna í kvöld.

Spánverjar rúlluðu yfir Slóvena, 40-32, í kvöld og bíða nú eftir úrslitum leiks Pólverja og Frakka.

Vinni Pólverjar þann leik eru Spánverjar komnir í undanúrslit með Pólverjum sem eru þegar búnir að tryggja sig inn í undanúrslitin.

Frakkar þurfa því að lágmarki jafntefli gegn Pólverjum til þess að gulltryggja sig áfram í mótinu.

Það yrði afar óvænt ef heims- og Ólympíumeistarar Frakka kæmust ekki í undanúrslit keppninnar en þeir þóttu sigurstranglegasta liðið fyrir mótið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×