Erlent

Fegurðardrottning ásökuð um fíkniefnabrot

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Valencia er grunuð um að stýra fíkniefnahring.
Valencia er grunuð um að stýra fíkniefnahring.
Kólumbísk fegurðadrottning hefur verið handtekin í Argentínu vegna ásakana um að hún sé leiðtogi í umsvifamiklum eiturlyfjahring.

Konan, sem heitir Angie Valencia og er 31 árs gömul, er sökuð um að hafa neytt ungar konur til þess að smygla kókaíni frá Argentínu til Evrópu, í gegnum Mexíkó. Fréttastofa BBC segir að Angie neiti ásökunum og lögmaður hennar segir að hún óttist að verða fyrir ofbeldi í fangelsi.

Angie vann svokallaðan Kaffidrottningartitil árið 2000 en þurfti að afsala sér titlinum þegar að upp komst að hún var gift.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×