Erlent

Dæmdur fyrir að sofa hjá konum vegna umferðarlagabrota

Jamie Slater vildi bara fá konur til þess að líka við sig.
Jamie Slater vildi bara fá konur til þess að líka við sig.

Breski lögreglumaðurinn Jamie Slater var í dag dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að misnota aðstöðu sína og sofa hjá og bjóða konum kynlíf sem hann stöðvaði vegna umferðalagabrota.

Það er Daily Mail sem greinir frá þessu en Slater var dæmdur fyrir að bjóða átta konum að sofa hjá sér í staðinn fyrir að sleppa við sekt vegna umferðalagabrota. Tvær konur sváfu hjá honum í þessu skyni, önnur svaf margsinnis hjá honu yfir árstímabil. Hin endaði á því að segja eiginkonu hans frá kynlífssambandinu.

Slater, sem var lögreglumaður í Suður Wales, spurði konurnar um símanúmerin þeirra í staðinn fyrir að leyfa þeim að fara án þess að greiða sektir vegna umferðalagabrotanna.

Síðar sendi hann þeim smáskilaboð þar sem hann heimtaði að hitta þær og fá að sofa hjá þeim. Í eitt skiptið hitti hann konu þegar hann var á vakt hjá lögreglunni. Í miðjum klíðum fékk hann útkall og fór á vettvang með konuna í aftursætinu.

Slater er 33 ára gamall og sagði í yfirheyrslum að hann hafi eingöngu viljað fá konur til þess að líka við sig. Sjálfur er hann sköllóttur með gleraugu og verður seint talinn kvennaljómi.

Dómarinn, sem dæmdi Slater, sagði glæpi hans hafa haft í för með sér alvarlega álitshnekki fyrir lögregluembættið í Suður-Wales. Þá sagði dómarinn að hegðun hans væri í anda rándýra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×