Viðskipti innlent

Íslendingar eiga 1800 milljarða í lífeyrissjóðunum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Vilhjálmur Egilsson segir að atvinnulífið muni verja lifeyrissjóðina.
Vilhjálmur Egilsson segir að atvinnulífið muni verja lifeyrissjóðina.
Uppbygging lífeyrissjóða er eitt af því sem best hefur tekist hjá Íslendingum undanfarin ár og áratugi, segir Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, í grein í Fréttablaðinu í dag.

Vilhjálmur segir að í sjóðunum séu nú samtals rúmlega 1.800 milljarðar króna og fáar þjóðir hafi byggt upp sambærilegan sparnað til þess að standa undir lífeyrisgreiðslum í framtíðinni. Einungis Holland og Sviss séu sambærileg við Ísland en þessi þrjú ríki eiga sparnað í lífeyrissjóðum sem nemi 120-130% af landsframleiðslu en önnur ríki standi þeim langt að baki.

Vilhjálmur segir að umhugsunarvert sé að bera saman stöðu Íslands og Grikklands. Grikkland engist í djúpri kreppu meðal annars vegna ákvarðana skammsýnna og tækifærissinnaðra stjórnmálamanna fyrr á árum sem lögleiddu lífeyriskerfi á kostnað skattgreiðenda sem engin leið sé að standa undir, en Grikkir eigi enga lífeyrissjóði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×