Annar sigur Webbers í röð 16. maí 2010 15:32 Mark Webber var kátur með sigurinn í Mónakó. Mynd: Gety Images Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3 Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Ástralinn Mark Webber vann góðan og öruggan sigur í Formúlu 1 mótinu í Mónakó í dag á Red Bull. Hann kom á undan liðsfélaga sínum Sebastian Vettel, en Webber vann á Spáni um síðustu helgi. Robert Kubica á Renault varð þriðji, eftir að hafa misst Vettel framúr sér í rásmarkinu. Hann náði ekki að vinna sætið tilbaka, en varð á undan Felipe Massa á Ferrari, en Vettel, Kubica og Massa óku í þéttum hóp undoir lokin. Kalla þurfti öryggisbílinn margoft út vegna óhappa í brautinni, en engin meiðsl urðu á mönnum. Bæði Nico Hulkenberg og Rubens Barrichello klesstu bíla sína á mikilli ferð. Þá keyrði Jarno Trulli upp á bíl nýliðans Karun Chandok í blálok mótsins, en báðir sluppu með skrekkin. Michael Schumacher stakk sér framúr Fernando Alonso í blálokin þegar keppnin var endurræst og keppendur óku í endamark stuttan spöl. Ferrari stjórinn Stefano Domenicali var ekki sáttur og dómarar skoðuðu atvikið eitthvað eftir keppni, en stigin stóðu í það minnsta þegar úrslit voru tilkynnt og Schumacher skráður á undan Alonso. Alonso var að mörgu leyti maður mótsins, eftir að hafa ræst af stað úr 24 sæti og lokið keppni í því sjöunda. Lokastaðan 1. Webber Red Bull-Renault 1:50:00.000 2. Vettel Red Bull-Renault + 0.448 3. Kubica Renault + 1.600 4. Massa Ferrari + 2.600 5. Hamilton McLaren-Mercedes + 4.300 6. Schumacher Mercedes + 5.700 7. Alonso Ferrari + 6.300 8. Rosberg Mercedes + 6.600 9. Sutil Force India-Mercedes + 6.900 10. Liuzzi Force India-Mercedes + 7.300 Stigin í stigamótinu 1. Webber 78 1. Red Bull-Renault 156 2. Vettel 78 2. Ferrari 134 3. Alonso 73 3. McLaren-Mercedes 129 4. Button 70 4. Mercedes 84 5. Massa 61 5. Renault 65 6. Hamilton 59 6. Force India-Mercedes 27 7. Kubica 59 7. Williams-Cosworth 8 8. Rosberg 54 8. Toro Rosso-Ferrari 3
Mest lesið Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira