Troðslukóngurinn Ólafur Ólafsson, úr Grindavík, kom sá og sigraði í troðslukeppninni á Stjörnuhátíð KKÍ í dag. Ólafur lagði Guðmund Darra Sigurðsson úr Haukum í úrslitum. Þetta kemur fram á heimasíðu KKÍ.
Í forkeppninni voru sjö þátttakendur og voru þeir Ólafur og Guðmundur Darri stigahæstir eftir fyrstu umferðina.
Í úrslitunum sem voru í hálfleik á Stjörnuleiknum sýndu þessir kappar flotta takta en svo fór að dómnefnd taldi Ólaf standa sig betur.
Ólafur var einnig troðslumeistari árið 2008 í Keflavík.
Stjörnuhátíð KKÍ: Ólafur Ólafsson troðslumeistari
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið

Sjáðu gullstrákana í Vestra fagna: „Vorum bara miklu stærra lið“
Íslenski boltinn




Óskar Hrafn: Stundum hata ég fótbolta
Íslenski boltinn

Rio setti nýtt Liverpool met
Enski boltinn

Sextán ára strákur tryggði Liverpool öll stigin
Enski boltinn

Slot hefur enga samúð með Eddie Howe vegna Isaks
Enski boltinn

Jökull: Förum ekki hærra með svona frammistöðu
Íslenski boltinn
