Handbolti

Góður sigur hjá Löwen gegn Gummersbach

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Snorri Steinn átti góðan leik í kvöld.
Snorri Steinn átti góðan leik í kvöld.

Rhein-Neckar Löwen vann afar mikilvægan sigur á Gummersbach, 31-28, er liðin mættust í SAP Arena í kvöld.

Snorri Steinn Guðjónsson skoraði sex mörk fyrir Löwen í leiknum, þar af komu þrjú úr vítum. Ólafur Stefánsson skoraði þrjú mörk fyrir liðið og þar af eitt úr víti.

Róbert Gunnarsson skoraði fimm mörk fyrir Gummersbach.

Löwen komst þar með upp fyrir Flensburg og í þriðja sæti deildarinnar. Flensburg getur náð þriðja sætinu er liðið spilar í kvöld.

Gummersbach er í sjötta sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×