Viðskipti innlent

Innleiðing INET tókst vel á öllum mörkuðum

NASDAQ OMX Group tilkynnir að innleiðing viðskiptakerfisins INET tókst vel í dag á öllum mörkuðum á Norðurlöndunum (Kaupmannahöfn, Helsinki, Íslandi og Stokkhólmi) og í Eystrasaltsríkjunum (Riga, Tallinn og Vilnius).

Viðskiptakerfið INET er nú þegar notað á NASDAQ markaðnum í Bandaríkjunum og á markaðstorginu NASDAQ OMX Europe í London. Frá og með deginum verður viðskiptakerfið notað á öllum mörkuðum NASDAQ OMX á alþjóðavísu.

"Innleiðing INET er stórviðburður í sögu kauphallarstarfsemi á Norðurlöndunum. Með innleiðingunni er sama viðskiptakerfi í notkun í öllum kauphöllum NASDAQ OMX. Í þessu felast gríðarleg tækifæri til framþróunar og sóknar á alþjóðavettvangi. Það er ómetanlegt fyrir Ísland að vera hluti af þessari þróun í því endurreisnarstarfi sem í hönd fer," segir Þórður Friðjónsson forstjóri kauphallarinnar.

"Þegar við sameinuðumst á sínum tíma var eitt af okkar aðalmarkmiðum að allar kauphallirnar okkar notuðu sama viðskiptakerfi og nú getum við sannanlega nýtt okkur þá hagkvæmni sem stærð okkar býður okkur. Færsla sjö kauphalla yfir í eitt viðskiptakerfi er einstakt afrek og við erum hæstánægð með að geta nú boðið þessa leiðandi tækni á mörkuðum okkar á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum," segir Anna Ewing, yfirmaður tæknimála hjá NASDAQ OMX.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×