Erlent

Alvöru útburður

Óli Tynes skrifar
Keith Sadler borinn út.
Keith Sadler borinn út. Mynd/AP

Keith Sadler var einn þeirra sem fóru illa út úr undirmálslánum á bandaríska húsnæðismarkaðinum.

Keith á heima í Ohio.

Undirmálslánin lán voru oft á tíðum veitt fólki sem augljóst var frá upphafi að gæti enganvegin staðið undir afborgunum.

Þessi lán voru svo áframseld sem fjárfesting til banka og fjármálafyrirtækja um allan heim.

Þegar svo í ljós kom hverskonar vitleysa þetta var hófst alheims fjármálakreppa. Hún leiddi meðal annars til þess að alsaklaust fólk missti allt sitt.

Meðal annars Keith Sadler. Hann reyndi að mótmæla með því að víggirða sig á heimilinu.

Og neitaði að fara þaðan fyrr en eitthvað hefði verið gert í máli hans.

En enginn má við bankanum og Keith var borinn út. Í orðsins fyllstu merkingu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×