Innlent

Snarpur skjálfti undir Blöndulóni

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Skjálftahrina hófst undir Blöndulóni á þriðjudag.
Skjálftahrina hófst undir Blöndulóni á þriðjudag.
Jarðskjálfti upp á 3,8 á Richter að stærð mældist undir Blöndulóni á þriðja tímanum í nótt. Þetta er stærsti skjálftinn sem hefur mælst frá því að skjálftahrina hófst þar á þriðjudaginn. Tæplega 60 jarðskjálftar hafa mælst í þessari jarðskjálftahrinu. Þá varð jarðskjálfti upp á 3 á Richter að stærð undir Grímsfjalli í Vatnajökli á fjórða tímanum í nótt.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×