Gjöfin dýra – fjöregg sem flýgur á milli 22. janúar 2010 06:00 Ólína Þorvarðardóttir skrifar um sjávarútvegsmál. Í deilum um núverandi kvótakerfi er annars vegar tekist á um rétt þjóðarinnar, hins vegar um sérréttindi útgerðarmanna sem fengu í árdaga kvótakerfisins úthlutað veiðiheimildum í samræmi við ákvörðun stjórnvalda. Þessar veiðiheimildir - sem upphaflega var skipt endurgjaldslaust milli útgerða - urðu með tímanum verðmæti sem menn hafa síðan þurft að kaupa eða leigja af þeim sem fengu þær upphaflega gefins. Þetta brýtur í bága við Mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að. Það stangast einnig á við 1. grein fiskveiðistjórnunarlaga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar" og að „úthlutun veiðiheimilda … myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum". Þá má einnig minna á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1962 um rétt almennings til að njóta arðs og velmegunar af þjóðarauðlindum. Mikilvægt er að skapa sjávarútveginum bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig stoðir hans til langs tíma. Íslenskur sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein í okkar landi. Hann mun því gegna lykilhlutverki í endurreisn efnahagslífsins. Þeim mun mikilvægara er að sátt náist í samfélaginu um eignarhald og nýtingu á auðlindum sjávar. Slík sátt hefur aldrei náðst frá því farið var að stjórna fiskveiðum á Íslandsmiðum. Því hefur heldur aldrei myndast neinn hefðar- eða venjuréttur um núverandi kvótakerfi. Dómar hafa fallið í Hæstarétti fiskveiðistjórnunarkerfinu í óhag. Í sömu veru var úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna (24.10.2007) um að núverandi kerfi stæðist ekki jafnræðisákvæði Mannréttindasamnings SÞ sem Ísland er aðili að. Ísland er bundið af Mannréttindasamningnum og hefur í reynd viðurkennt lögbærni Mannréttindanefndarinnar til að túlka samninginn og úrskurða um hvort hann hafi verið brotinn. Ríkisstjórnin hefur í stjórnarsáttmála sett sér það markmið að „fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns." Boðaðar eru breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt að takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára. Í þessu skyni verði lagður grunnur að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 árum í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og stofnaður auðlindasjóður sem fari með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar. Arður af rekstri sjóðsins renni til atvinnuuppbyggingar. Er miðað við að þessi áætlun taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, 1. september 2010. Jafnhliða þessu er stefnt að því að setja sérstakt ákvæði í stjórnarskrá - efnislega samhljóða 1. grein núgildandi fiskveiðistjórnunarlaga - um að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, úthlutun aflaheimilda sé tímabundinn afnotaréttur og myndi ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eru vonum seinni á ferðinni. Því lengur sem það dregst að rjúfa hina þöglu en ágengu eignamyndun útgerðarinnar á þjóðarauðlind okkar Íslendinga, því erfiðara verður að snúa taflinu við. Því lengur sem útgerðin kemst upp með að veðsetja og skuldfæra veiðiheimildirnar, því meiri hætta á því að þær komist í hendur erlendra kröfuhafa. Því lengur sem hagsmunagæslumönnum útgerðarinnar líðst að kasta þessu fjöreggi okkar á loft í áhættuviðskiptum, því meiri hætta er á hruni atvinnugreinarinnar. Þetta er kjarni málsins, og nú er tímabært að þjóðin grípi fjöregg sitt. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir skrifar um sjávarútvegsmál. Í deilum um núverandi kvótakerfi er annars vegar tekist á um rétt þjóðarinnar, hins vegar um sérréttindi útgerðarmanna sem fengu í árdaga kvótakerfisins úthlutað veiðiheimildum í samræmi við ákvörðun stjórnvalda. Þessar veiðiheimildir - sem upphaflega var skipt endurgjaldslaust milli útgerða - urðu með tímanum verðmæti sem menn hafa síðan þurft að kaupa eða leigja af þeim sem fengu þær upphaflega gefins. Þetta brýtur í bága við Mannréttindasamning Sameinuðu þjóðanna sem Ísland er aðili að. Það stangast einnig á við 1. grein fiskveiðistjórnunarlaga um að nytjastofnar á Íslandsmiðum séu „sameign íslensku þjóðarinnar" og að „úthlutun veiðiheimilda … myndar ekki eignarétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum". Þá má einnig minna á yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna frá 1962 um rétt almennings til að njóta arðs og velmegunar af þjóðarauðlindum. Mikilvægt er að skapa sjávarútveginum bestu rekstrarskilyrði sem völ er á og treysta þannig stoðir hans til langs tíma. Íslenskur sjávarútvegur er undirstöðuatvinnugrein í okkar landi. Hann mun því gegna lykilhlutverki í endurreisn efnahagslífsins. Þeim mun mikilvægara er að sátt náist í samfélaginu um eignarhald og nýtingu á auðlindum sjávar. Slík sátt hefur aldrei náðst frá því farið var að stjórna fiskveiðum á Íslandsmiðum. Því hefur heldur aldrei myndast neinn hefðar- eða venjuréttur um núverandi kvótakerfi. Dómar hafa fallið í Hæstarétti fiskveiðistjórnunarkerfinu í óhag. Í sömu veru var úrskurður Mannréttindanefndar Sameinuðu þjóðanna (24.10.2007) um að núverandi kerfi stæðist ekki jafnræðisákvæði Mannréttindasamnings SÞ sem Ísland er aðili að. Ísland er bundið af Mannréttindasamningnum og hefur í reynd viðurkennt lögbærni Mannréttindanefndarinnar til að túlka samninginn og úrskurða um hvort hann hafi verið brotinn. Ríkisstjórnin hefur í stjórnarsáttmála sett sér það markmið að „fiskveiðar umhverfis landið séu hagkvæmar og skapi verðmæti og störf en séu jafnframt sjálfbærar og vistvænar og í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar um verndun vistkerfa, lífríkis og hafsbotns." Boðaðar eru breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu í þá átt að takmarka framsal á aflaheimildum, auka veiðiskyldu og endurskoða tilfærslur á heimildum milli ára. Í þessu skyni verði lagður grunnur að innköllun og endurráðstöfun aflaheimilda á 20 árum í samráði við hagsmunaaðila í sjávarútvegi og stofnaður auðlindasjóður sem fari með ráðstöfun fiskveiðiréttinda í eigu þjóðarinnar. Arður af rekstri sjóðsins renni til atvinnuuppbyggingar. Er miðað við að þessi áætlun taki gildi í upphafi næsta fiskveiðiárs, 1. september 2010. Jafnhliða þessu er stefnt að því að setja sérstakt ákvæði í stjórnarskrá - efnislega samhljóða 1. grein núgildandi fiskveiðistjórnunarlaga - um að fiskistofnarnir umhverfis landið séu sameign þjóðarinnar, úthlutun aflaheimilda sé tímabundinn afnotaréttur og myndi ekki undir neinum kringumstæðum eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra aðila yfir heimildunum. Þær breytingar sem boðaðar hafa verið á íslenska fiskveiðistjórnunarkerfinu eru vonum seinni á ferðinni. Því lengur sem það dregst að rjúfa hina þöglu en ágengu eignamyndun útgerðarinnar á þjóðarauðlind okkar Íslendinga, því erfiðara verður að snúa taflinu við. Því lengur sem útgerðin kemst upp með að veðsetja og skuldfæra veiðiheimildirnar, því meiri hætta á því að þær komist í hendur erlendra kröfuhafa. Því lengur sem hagsmunagæslumönnum útgerðarinnar líðst að kasta þessu fjöreggi okkar á loft í áhættuviðskiptum, því meiri hætta er á hruni atvinnugreinarinnar. Þetta er kjarni málsins, og nú er tímabært að þjóðin grípi fjöregg sitt. Höfundur er varaformaður sjávarútvegs- og landbúnaðarnefndar Alþingis.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar