„Snákarnir okkar“ 22. janúar 2010 06:00 Kristján G. Arngrímsson skrifar um samfélagsmál. Fyrir tæpum fjórum árum kom út í Bandaríkjunum bók sem er núna farin að vekja nokkra athygli hérna á Íslandi, í ljósi atburða undanfarinna ára. Bókin heitir Snákar í jakkafötum (Snakes in Suits) og fjallar um siðblindu í viðskiptalífinu. Fjallað var um þetta efni í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu um daginn, þar sem geðlæknir sagði m.a. frá bókinni, sem er eftir þá Paul Babiak og Robert D. Hare. Viðfangsefnið í þættinum var, hvort siðblinda kynni að hafa að einhverju leyti valdið því hvernig íslenskt viðskiptalíf þróaðist, með skelfilegum afleiðingum. Vorið 2006, skömmu eftir að bókin kom út, skrifaði ég stutta grein um hana í Moggann. Þá var tíðarandinn reyndar þannig, að ekki mátti halla orði að útrásarvíkingunum. Þeir voru „strákarnir okkar", líkt og handboltalandsliðið. Þess vegna fjallaði greinin á yfirborðinu um stjórnendur Enron, sem þá voru nýdæmdir. Núna eru þessir sömu útrásarvíkingar orðnir „snákar" - og eru meira að segja enn í jakkafötunum og á Range Roverunum - og við viljum ekkert kannast við að þeir tilheyri okkur lengur, nú þegar komið er að skuldadögunum. En hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þeir „snákarnir okkar". Lítum í eigin barm. Við bárum þá á höndum okkar; fjölmiðlar flöðruðu upp um þá og við gleyptum í okkur endalausar „fréttir" um það sem þá hét „endurfjármögnun" en nú er komið í ljós að var ekki annað en að taka meira lán til að borga fyrri lán - eins og þegar maður borgar yfirdráttinn með kreditkortinu. Mogginn - sem var þá vinnustaður minn - fór í heimsókn til Björgólfs í London og birti um hann svo ógagnrýna lofrullu að helst minnti á „fréttir" í Prövdu um Brésnév hér á árum áður. Þetta, og svo margt, margt annað, var í einu orði sagt skelfileg fjölmiðlun. Þetta var ekki fréttaflutningur, þetta var flaður; stimamýkt og höfðingjasleikjuskapur. Og við kokgleyptum þetta allt. Nú verða áreiðanlega margir til að mótmæla því að ég skuli segja „við". Líklega eru það þeir sömu og á sínum tíma skömmuðu mig fyrir að hallmæla útrásarvíkingunum æðislegu. Þess vegna sitjum við uppi með IceSave, eins og iðandi snákapytt sem við grófum sjálf. Hann er kannski eða kannski ekki lagaleg skuldbinding, en hann er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alveg áreiðanlega siðferðisleg skuldbinding. Höfundur er menntaskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Kristján G. Arngrímsson skrifar um samfélagsmál. Fyrir tæpum fjórum árum kom út í Bandaríkjunum bók sem er núna farin að vekja nokkra athygli hérna á Íslandi, í ljósi atburða undanfarinna ára. Bókin heitir Snákar í jakkafötum (Snakes in Suits) og fjallar um siðblindu í viðskiptalífinu. Fjallað var um þetta efni í Fréttaaukanum í Sjónvarpinu um daginn, þar sem geðlæknir sagði m.a. frá bókinni, sem er eftir þá Paul Babiak og Robert D. Hare. Viðfangsefnið í þættinum var, hvort siðblinda kynni að hafa að einhverju leyti valdið því hvernig íslenskt viðskiptalíf þróaðist, með skelfilegum afleiðingum. Vorið 2006, skömmu eftir að bókin kom út, skrifaði ég stutta grein um hana í Moggann. Þá var tíðarandinn reyndar þannig, að ekki mátti halla orði að útrásarvíkingunum. Þeir voru „strákarnir okkar", líkt og handboltalandsliðið. Þess vegna fjallaði greinin á yfirborðinu um stjórnendur Enron, sem þá voru nýdæmdir. Núna eru þessir sömu útrásarvíkingar orðnir „snákar" - og eru meira að segja enn í jakkafötunum og á Range Roverunum - og við viljum ekkert kannast við að þeir tilheyri okkur lengur, nú þegar komið er að skuldadögunum. En hvort sem okkur líkar betur eða verr, þá eru þeir „snákarnir okkar". Lítum í eigin barm. Við bárum þá á höndum okkar; fjölmiðlar flöðruðu upp um þá og við gleyptum í okkur endalausar „fréttir" um það sem þá hét „endurfjármögnun" en nú er komið í ljós að var ekki annað en að taka meira lán til að borga fyrri lán - eins og þegar maður borgar yfirdráttinn með kreditkortinu. Mogginn - sem var þá vinnustaður minn - fór í heimsókn til Björgólfs í London og birti um hann svo ógagnrýna lofrullu að helst minnti á „fréttir" í Prövdu um Brésnév hér á árum áður. Þetta, og svo margt, margt annað, var í einu orði sagt skelfileg fjölmiðlun. Þetta var ekki fréttaflutningur, þetta var flaður; stimamýkt og höfðingjasleikjuskapur. Og við kokgleyptum þetta allt. Nú verða áreiðanlega margir til að mótmæla því að ég skuli segja „við". Líklega eru það þeir sömu og á sínum tíma skömmuðu mig fyrir að hallmæla útrásarvíkingunum æðislegu. Þess vegna sitjum við uppi með IceSave, eins og iðandi snákapytt sem við grófum sjálf. Hann er kannski eða kannski ekki lagaleg skuldbinding, en hann er, hvort sem okkur líkar betur eða verr, alveg áreiðanlega siðferðisleg skuldbinding. Höfundur er menntaskólakennari.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar