Handbolti

Leikir dagsins á EM

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja.
Heiner Brand, þjálfari Þjóðverja.

Svíar og Þjóðverjar mætast í hreinum úrslitaleik í dag um það hvort liðið kemst áfram í milliriðil á EM í Austurríki. Þjóðverjar hafa eitt stig en Svíar ekkert.

Pólland og Slóvenía eru bæði komin áfram og spila því mikilvægan leik um hvort liðið fer með fleiri stig í milliriðilinn.

Frakkar hafa hikstað svolítið á mótinu en þeir mæta Spánverjum í dag. Bæði lið komin áfram en allt snýst þetta um að fara með sem flest stig í milliriðilinn.

Leikir dagsins:

C-riðill:

17.15 Þýskaland-Svíþjóð

19.15 Pólland-Slóvenía

D-riðill:

17.15 Frakkland-Spánn

19.15 Ungverjaland-Tékkland




Fleiri fréttir

Sjá meira


×