Erlent

Foreldrar Baracks Obama á Hawaii

Óli Tynes skrifar
Barack Obama eldri og Stanley Ann Dunham, móðir forsetans á Hawaii.
Barack Obama eldri og Stanley Ann Dunham, móðir forsetans á Hawaii.

Í tilefni af fyrirhugaðri heimsókn Baracks Obama til Indónesíu hefur verið talsvert rifjað upp lífshlaup hans en sem barn bjó hann bæði á Hawaii og í Indónesíu. Faðir hans var hinsvegar frá Kenya.

Andstæðingar forsetans hafa dregið í efa að hann sé bandarískur ríkisborgari, þeir segja alls ósannað að hann sé fæddur á Hawaii eyjum.

Það hefur raunar verið staðfest bæði með fæðingarvottorði og tilkynningum í fjölmiðlum á eyjunum þegar hann fæddist.

Allar samsæriskenningar eru hinsvegar lífseigar mjög í Bandaríkjunum. Stuðningssamtök forsetans hafa því séð ástæðu til þess að ítreka uppruna hans við hvert tækifæri.

Þau sendu meðal annars frá sér meðfylgjandi mynd sem sögð er sýna foreldra hans á flugvelli á Hawaii.

Faðirinn hét einnig Barack Obama en móðir hans Stanley Ann Dunham.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×