Erlent

Leki kom að skipi sem flytur kjarnaúrgang

Danska skipið Puma var að koma frá Murmansk þegar leki kom að því en skipið hafði flutt kjarnorkuúrgang frá Serbíu til rússnesku hafnarborgarinnar. Áhöfninni tókst ásamt norsku strandgæslunni að stöðva lekann og sigla skipinu til Hammerfest þar sem það fer í slipp.

Lars Haltbrekken, forsvarsmaður Norsku náttúruverndarsamtakanna, segir að hræðilegt umhverfisslys hefði getað verið í uppsiglingu, hefði skipið verið á leið til Murmansk en ekki að koma þaðan. Þá hefði skipið verið fullt af kjarnorkuúrgangi.

Haltbrekken gagnrýnir slíka flutninga harðlega og vill að Norðmenn banni þá, hvort sem um er að ræða skipaflutninga eða með lest. Þjóðverjar gerðu slíkt hið sama á dögunum og vilja norskir náttúruverndarsinnar fylgja fordæmi þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×