Erlent

Sat í fangelsi fyrir morð á manni sem er á lífi

Frá Peking í Kína. Mynd/AFP
Frá Peking í Kína. Mynd/AFP

Kínverskur karlmaður sem setið hefur í tæp 10 ár í fangelsi fyrir morð í heimalandi sínu hefur verið sleppt úr eftir að fórnarlamb hans fannst á lífi. Maðurinn átti í harðvítugum deilum við nágranna sinn sem síðar hvarf. Skömmu síðar fannst höfuðlaust lík sem talið var að væri lík nágrannans. Í framhaldi var maðurinn ákærður og fundinn sekur um morð.

Upp komst um málið þegar nágranninn sótti um velferðarstyrk. Maðurinn sem setið hefur í fangelsi í tæpan áratug er nú nú frjáls ferða sinna en á meðan hann sat inni skildi eiginkonan við hann og giftist á nýja leik.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×