Erlent

Mikil leit gerð að leigubílstjóra eftir skotárás á Englandi

Derrick Bird.
Derrick Bird.

Breska lögreglan leitar nú manns sem grunaður er um að hafa skotið fjölda fólks í Cumbria héraði á Englandi í morgun. Staðfest hefur verið að nokkir hafi látist í árásinni og telja breskir miðlar að fjórir hið minnsta liggi í valnum, meðal annars í bænum Whitehaven. Hinn grunaði, leigubílstjórinn Derrick Bird, 52 ára, er talinn hafa ekið um í bifreið sinni og skotið á fólk af handahófi.

Hann skildi bílinn síðan eftir í bænum Boot og er talinn vera fótgangandi á svæðinu. Íbúar í nágrenninu hafa verið hvattir til að halda sig innandyra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×