Þverpólitísk samstaða Einar Skúlason skrifar 11. mars 2010 06:00 Árangur í stjórnmálum og samstaða um lausnir liggur oft í því hvernig nálgun menn hafa á viðfangsefnin. Nálgist menn þau með þrönga hagsmuni t.d. flokkshagsmuni, eða hagsmuni viðskiptablokka og/eða ákveðinna samtaka að leiðarljósi verður niðurstaðan oftast röng og þjónar ekki hagsmunum almennings. Lausnir á alltaf að mæla við fjöldann, sem hefur hag eða byrðar af þeim. Í sjávarútvegsmálum ber að hafa í huga heildarhagsmuni, bæði allra þeirra sem vinna í greininni og alls almennings, ekki bara útgerðarmanna og kvótaeigenda. Sama má segja um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Hana verður alltaf að nálgast með það fyrir augum að fjöldinn hafi hag af og búi við ódýra og örugga orku. Viðskiptamöguleikar Orkuveitu Reykjavíkur, bæði í öðrum löndum, í stóriðju eða í öðrum verkefnum mega aldrei tefla frummarkmiðinu í tvísýnu. Hrunið og þau vandamál sem við erum að glíma við eru erfiðustu verkefni sem íslensk alþýða og stjórnmálamenn hafa fengist við. En í þessu leynast tækifæri sem sjálfsagt er að nýta sér til að gera stjórnmál skilvirkari, gagnsærri og umfram allt heiðarlegri. Peningaárin og útrásartíminn, þegar peningar virtust ótakmarkaðir og eyðsluæðið ríkti hvert sem litið var, ruglaði marga í ríminu og virðist ljóst að siðferðileg viðmið hafi týnst um stund, bæði í viðskiptalífi og víðar og í stjórnmálum. Skýrslan stóra frá Rannsóknarnefnd Alþingis er nú á næsta leiti og mun væntanlega varpa ljósi á það sem aflaga fór. Enginn vafi leikur á því að þar verður að finna harða dóma bæði um stjórnmálamenn og viðskiptajöfra. Þeir sem brotið hafa lög verða að sæta refsingu og í kjölfar skýrslunnar fer áreiðanlega fram mikið uppgjör. Minnumst samt þess að fólk er saklaust uns sekt sannast. Hvað stjórnmálin varðar og minn flokk sérstaklega brugðust menn þannig við hruninu að þeir eldri stigu til hliðar, sumir í fullu fjöri, til að gefa nýju fólki tækifæri og svara kröfunni sem gerð var til allra flokka um endurnýjun. Mikil endurnýjun varð bæði á forystu og þingliði Framsóknarflokksins og góð samstaða er meðal flokksmanna um forystusveitina. Í lok nóvember bar ég sigur úr býtum í forvali okkar framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Eitt af því veigamesta sem ég vil halda á lofti í kosningabaráttunni framundan er meiri samvinna og þverpólitísk nálgun á sem flest mál í borgarstjórn Reykjavíkur. Við getum gert enn betur, þó að margt hafi áunnist í þeim efnum á seinni tíma kjörtímabilsins. Við eigum að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Ég vil nefna eitt. Í Reykjavík er mikill fjöldi fjölskyldna í miklum vandræðum vegna skulda sem engin leið er að ráða við. Hátt hlutfall atvinnulausra og aukin hætta á gjaldþrotum og húsnæðismissi bætir sífellt í vandann. Þegar þúsundir fjölskyldna eru komnar í þessa stöðu er það ekki lengur einkamál hverrar fjölskyldu fyrir sig heldur er það risavaxið samfélagsvandamál. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frumkvæði sem fyrst í skuldamálum heimila. Mér er ljóst að flestir telja með réttu að þetta sé mál landsstjórnarinnar, en ég vil velta því upp að allir borgarfulltrúar í Reykjavík standi saman að því að kortleggja vandann í borginni nákvæmlega og skilgreini hann. Borgin myndi síðan nálgast ríkisstjórnina sem aðili máls og leita samstarfs til lausnar á vandanum, en beita jafnframt því aðhaldi sem nauðsynlegt er til að knýja á um aðgerðir. Við getum kortlagt vandann og greint hann og unnið að lausn. Ekkert af því verður auðvelt, né auðleyst, en þetta væri góð byrjun. Um fleiri mál má áreiðanlega ná samstöðu flokka. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frumkvæði sem fyrst í skuldamálum heimila. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Árangur í stjórnmálum og samstaða um lausnir liggur oft í því hvernig nálgun menn hafa á viðfangsefnin. Nálgist menn þau með þrönga hagsmuni t.d. flokkshagsmuni, eða hagsmuni viðskiptablokka og/eða ákveðinna samtaka að leiðarljósi verður niðurstaðan oftast röng og þjónar ekki hagsmunum almennings. Lausnir á alltaf að mæla við fjöldann, sem hefur hag eða byrðar af þeim. Í sjávarútvegsmálum ber að hafa í huga heildarhagsmuni, bæði allra þeirra sem vinna í greininni og alls almennings, ekki bara útgerðarmanna og kvótaeigenda. Sama má segja um málefni Orkuveitu Reykjavíkur. Hana verður alltaf að nálgast með það fyrir augum að fjöldinn hafi hag af og búi við ódýra og örugga orku. Viðskiptamöguleikar Orkuveitu Reykjavíkur, bæði í öðrum löndum, í stóriðju eða í öðrum verkefnum mega aldrei tefla frummarkmiðinu í tvísýnu. Hrunið og þau vandamál sem við erum að glíma við eru erfiðustu verkefni sem íslensk alþýða og stjórnmálamenn hafa fengist við. En í þessu leynast tækifæri sem sjálfsagt er að nýta sér til að gera stjórnmál skilvirkari, gagnsærri og umfram allt heiðarlegri. Peningaárin og útrásartíminn, þegar peningar virtust ótakmarkaðir og eyðsluæðið ríkti hvert sem litið var, ruglaði marga í ríminu og virðist ljóst að siðferðileg viðmið hafi týnst um stund, bæði í viðskiptalífi og víðar og í stjórnmálum. Skýrslan stóra frá Rannsóknarnefnd Alþingis er nú á næsta leiti og mun væntanlega varpa ljósi á það sem aflaga fór. Enginn vafi leikur á því að þar verður að finna harða dóma bæði um stjórnmálamenn og viðskiptajöfra. Þeir sem brotið hafa lög verða að sæta refsingu og í kjölfar skýrslunnar fer áreiðanlega fram mikið uppgjör. Minnumst samt þess að fólk er saklaust uns sekt sannast. Hvað stjórnmálin varðar og minn flokk sérstaklega brugðust menn þannig við hruninu að þeir eldri stigu til hliðar, sumir í fullu fjöri, til að gefa nýju fólki tækifæri og svara kröfunni sem gerð var til allra flokka um endurnýjun. Mikil endurnýjun varð bæði á forystu og þingliði Framsóknarflokksins og góð samstaða er meðal flokksmanna um forystusveitina. Í lok nóvember bar ég sigur úr býtum í forvali okkar framsóknarmanna vegna borgarstjórnarkosninganna í vor. Eitt af því veigamesta sem ég vil halda á lofti í kosningabaráttunni framundan er meiri samvinna og þverpólitísk nálgun á sem flest mál í borgarstjórn Reykjavíkur. Við getum gert enn betur, þó að margt hafi áunnist í þeim efnum á seinni tíma kjörtímabilsins. Við eigum að nálgast verkefnin á nýjan hátt. Ég vil nefna eitt. Í Reykjavík er mikill fjöldi fjölskyldna í miklum vandræðum vegna skulda sem engin leið er að ráða við. Hátt hlutfall atvinnulausra og aukin hætta á gjaldþrotum og húsnæðismissi bætir sífellt í vandann. Þegar þúsundir fjölskyldna eru komnar í þessa stöðu er það ekki lengur einkamál hverrar fjölskyldu fyrir sig heldur er það risavaxið samfélagsvandamál. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frumkvæði sem fyrst í skuldamálum heimila. Mér er ljóst að flestir telja með réttu að þetta sé mál landsstjórnarinnar, en ég vil velta því upp að allir borgarfulltrúar í Reykjavík standi saman að því að kortleggja vandann í borginni nákvæmlega og skilgreini hann. Borgin myndi síðan nálgast ríkisstjórnina sem aðili máls og leita samstarfs til lausnar á vandanum, en beita jafnframt því aðhaldi sem nauðsynlegt er til að knýja á um aðgerðir. Við getum kortlagt vandann og greint hann og unnið að lausn. Ekkert af því verður auðvelt, né auðleyst, en þetta væri góð byrjun. Um fleiri mál má áreiðanlega ná samstöðu flokka. Höfundur er oddviti Framsóknarflokksins í Reykjavík. Fyrr eða síðar munu málefni fjölskyldna í þessum aðstæðum lenda á könnu sveitarfélagsins og þess vegna er mikilvægt að Reykjavíkurborg taki frumkvæði sem fyrst í skuldamálum heimila.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar