Viðskipti innlent

LÍÚ segir þörf á 100 milljarða afskriftum í sjávarútvegi

Afskrifa þarf allt að tuttugu prósent af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja eða um hundrað milljarða króna til að þau geti starfað eðlilega og ráðið við sínar skuldbindingar. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson framkvæmdastjóri Landssambands íslenskra útvegsmanna.

Friðrik segir ljóst að einhverjir aðilar í sjávarútvegi ráði ekki að fullu við sínar fjárhagslegu skuldbindingar. Til að mynda þeir sem fjárfest hafi í óskyldum atvinnugreinum. Ákveðin skuldaaðlögun þurfi því að verða í sjávarútvegi líkt og víðar.

Hann segir ýmislegt geta gerst. Í einhverjum tilfellum geti verið að kröfuhafar semji við núverandi eigendur um niðurfellingu hluta skulda eða skuldaaðlögun. Í öðrum tilfellum geti svo farið að fyrirtækin verði seld.

Hugsanlega þurfi að afskrifa þarf allt að tuttugu prósent af skuldum sjávarútvegsfyrirtækja eða um hundrað milljarða króna til að þau geti starfað eðlilega og ráðið við sínar skuldbindingar, að sögn Friðriks.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×