Erlent

Voru múslimar á undan?

Óli Tynes skrifar

Við segjum frá því í frétt annarsstaðar á síðunni að múslimar í Bretlandi hefðu sótt sér innblástur til Íslands til þess að laga ímynd sína.

Þeir hefðu hafið herferð sem þeir kalla Inspired by Muhammad.com. Sem væri að líkindum sótt í Inspired by Iceland herferð íslenskra stjórnvalda, sem þykir vel heppnuð.

Okkur hefur nú borist ábending um að minnst tveir mánuðir séu liðnir síðan breskir múslimar fóru af stað með sína herferð.

Óljóst er því hver sótti innblástur til hvers. En það skiptir kannski ekki máli. Múslimar eru indælis fólk og allt í lagi að deila þessu með þeim.

Og síðan þeirra er fróðleg og skemmtileg fyrir þá sem vilja læra meira um Islam.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×