Erlent

Kjósa þarf aftur í Úkraínu

Viktor Júsjenko, núverandi forseti Úkraínu greiddi atkvæði í miðborg Kíev í dag. Mynd/AP
Viktor Júsjenko, núverandi forseti Úkraínu greiddi atkvæði í miðborg Kíev í dag. Mynd/AP
Kjósa þarf aftur á milli þeirra sem flest atkvæði fengu í forsetakosningunum í Úkraínu þar sem allt lítur út fyrir að enginn frambjóðandi hafi fengið meira en 50% atkvæða í fyrri umferð kosninganna sem fram fóru í dag.

Viktor Júsjenko, núverandi forseti og einn af leiðtogum appelsínugulu byltingarinnar árið 2004, er ekki með tveggja meðal efstu samkvæmt útgönguspám.

Viktor Janukovitsj, fyrrverandi forsætisráðherra og andstæðingur Júsjenko í kosningunum fyrir sex árum, er spáð á bilinu 31 til 35% atkvæða. Þá er Júlíu Tímósjenkó, forsætisráðherra og fyrrverandi samherja Júsjenko, spáð 26 til 28% fylgi.

Seinni umferðin fer fram sunnudaginn 7. febrúar.

Viktor Júsjenko, núverandi forseti, greiddi atkvæði í miðborg Kíev í dag. Mynd/AP






Fleiri fréttir

Sjá meira


×