Lífið

Meðlimir Slipknot bresta í grát á blaðamannafundi

Aðalsöngvari Slipknot, Corey Taylor, brast í grát þegar hann minntist fallins félaga.
Aðalsöngvari Slipknot, Corey Taylor, brast í grát þegar hann minntist fallins félaga.
Átta eftirlifandi meðlimir Slipknot héldu í gær blaðamannafund þar sem þeir minntust bassaleikarans Paul Gray sem fannst látinn á hótelherbergi á mánudag.

Gray er einn af stofnmeðlimum hljómsveitarinnar sem er þekkt fyrir ófrýnilegar grímur, hart rokk og drungalega texta.

Meðlimir sveitarinnar hafa sjaldan í gegnum árin komið fram opinberlega án grímanna. Með þeim á blaðamannafundinum var eiginkona Gray, Brenna, sem er ólétt af dóttur þeirra.

Fundurinn var tilfinningaþrunginn og töluðu allir af mikilli virðingu og vinsemd um Gray. Honum var lýst sem hjartastórum manni og staðföstum hljómsveitarmeðlimi.

Gray fór á hótelið út af ýmsum ástæðum, segir lögreglumaðurinn sem stýrir rannsókninni. Hann vildi vera út af fyrir sig. Starfsmaður á hótelinu reyndi að athuga hvort ekki væri í lagi með hann þegar ættingi hringdi á hótelið og bað um það eftir að hafa reynt að ná í hann í nokkurn tíma.

Eiginkona Paul Gray, Brenna Gray, er ólétt af dóttur þeirra hjóna. Hún sagði að Paul hefði verið frábæra manneskja.
Hér er hótelið þar sem Gray fannst látinn á mánudag eftir að hafa lokað sig inni.
Svona þekkja flestir Paul Gray, með grímu eins og meðlimir Slipknot eru jafnan með.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.