Innlent

Þóttist ætla að kaupa hitakerfi

Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um framsalið.
Hæstiréttur staðfesti úrskurð héraðsdóms um framsalið.
Hæstiréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur um framsal pólsks manns til heimalands síns.

Maðurinn hafði verið dæmdur í héraðsdómi í Póllandi í mars 2005 fyrir fjársvik. Hann hafði í ágóðaskyni fengið konu til að greiða sér 4.500 pólsk slot, eða sem samsvarar rúmlega 176 þúsund íslenskum krónum, til kaupa á efni til uppsetningar á hitakerfi. Maðurinn keypti hvorki kerfið né endurgreiddi fjármunina. Hann var dæmdur í sjö mánaða skilorðsbundið fangelsi og til að endurgreiða konunni peningana. Þegar hann greiddi konunni ekki skaðabæturnar ákvað pólski dómurinn að hann skyldi afplána refsinguna, en hann hafði þá stungið af úr landi.

Í júlí á síðasta ári barst dómsmálaráðuneytinu beiðni frá pólskum dómsmálayfirvöldum um framsal mannsins. Honum var kynnt beiðnin, en hann hafnaði henni.

Hann kannaðist ekki við að hann hefði reynt að komast undan réttvísinni heldur komið hingað til lands til að leita sér að atvinnu, sem hann hefði fengið. Þá kvaðst hann hafa greitt skaðabæturnar sem hann var dæmdur til að greiða.- jss



Fleiri fréttir

Sjá meira


×