Erlent

Dick Francis látinn

Óli Tynes skrifar
Dick Francis.
Dick Francis. Mynd/AP

Breski rithöfundurinn og knapinn fyrrverandi Dick Francis er látinn, 89 ára að aldri. Hann skrifaði yfir fjörutíu metsölubækur sem flestar tengdust veðreiðum á einhvern hátt.

Francis var á sínum tíma einn besti knapi Bretlands og vann yfir 350 sigra á veðhlaupabrautinni. Meðal annars reið hann hestum Elísabetar drottningarmóður.

Umboðsmaður Francis sagði að hann hefði skilið eftir sig eina fullgerða bók sem hann skrifaði ásamt Felix syni sínum. Hún verður gefin út í haust.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×