Lífið

Biggi gengst loksins við Maus

Biggi segist alltaf verða Biggi Maus, en ekki Biggi í Maus.
Biggi segist alltaf verða Biggi Maus, en ekki Biggi í Maus. fréttablaðið/Vilhelm

„Þetta er eins og þegar maður býr í Vestmannaeyjum þá fær maður eftirnafn. Þetta er eftirnafnið mitt og ég er búinn að taka því og fagna því," segir Birgir Örn Steinarsson - Biggi Maus.

Biggi hefur verið kenndur við hljómsveit sína Maus síðan hún sló í gegn um miðjan tíunda áratug síðustu aldar. Síðustu misseri hafa fjölmiðlar bætt „í" í nafnið þannig að hann hefur verið nefndur Biggi í Maus. Biggi vill ekki sjá það, en gengst í staðinn við því að vera kallaður Biggi Maus og lítur á það sem listamannanafn sitt.

„Mér finnst Biggi Maus miklu fallegra en Biggi í Maus - eins og til dæmis Joey Ramone og eitthvað svoleiðis," segir Biggi, sem var að koma úr Nauthólsvík þegar Fréttablaðið náði í hann í blíðunni í gær. „Ég reyndi mjög lengi fyrir tíu árum að berjast á móti því að vera kallaður Biggi Maus. En það væri fávitaskapur að berjast á móti þessu. Maus er frábær hljómsveit, það er heiður að fá að vera nefndur eftir henni."

Af Bigga er annars að frétta að hljómsveit hans Króna hefur sent frá sér lagið Maðurinn sem vildi verða Guð. „Lagið fjallar um síendurtekið stef í mannkynssögunni," segir Biggi. „Þegar predikarar, sem hefja verk sín í þeim tilgangi að hjálpa öðrum, fá rugluna og fara að misnota aðstöðu sína. Í tilviki okkar Íslendinga: Guðmundur í Byrginu." - afb












Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.