Erlent

Gengu út af SÞ fundi undir ræðu forseta Írans

Fulltrúar Bandaríkjanna og fleiri vestrænna ríkja stóðu upp og gengu út úr salnum á Allsherjarþingi Sameinuðu Þjóðanna í gærkvöldi undir ræðu Mahmoud Ahmadinejad forseta Írans.

Í ræðu sinni sagði forsetinn að það hefðu verið Bandaríkjamenn sjálfir sem stóðu að hryðjuverkaárásinni í New York og Washington árið 2001.Þetta hafi bandarísk stjórnvöld gert til að örva efnahagsvöxt heima fyrir.

Í frétt um málið á BBC segir að forsetinn hafi haldið áfram að láta móðann mása eftir að fulltrúarnir gengu út og hraunaði meðal annars yfir Ísrael og Zionisma eins og hann er raunar vanur að gera við hvert tækifæri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×