Erlent

Páfi vill að deiluaðilar slíðri sverðin

Undanfarna daga hefur Benedikt páfi verið í heimsókn á Kýpur.
Undanfarna daga hefur Benedikt páfi verið í heimsókn á Kýpur. Mynd/AP
Benedikt 16. páfi vill að deiluaðilar fyrir botni Miðjarðarhafsins slíðri sverðin og bindi enda á vaxandi ofbeldi. Þetta sagði páfi í messu í lok þriggja daga heimsóknar sinnar á Kýpur í dag.

Árás ísraelska hersins á skipalest í síðustu viku og kostaði níu manns lífið vakti hörð viðbrögð stjórnvalda víða um heim. Vaxandi þrýstingur hefur verið á Ísrael að aflétta einangrun Gazasvæðisins, þar sem hálf önnur milljón Palestínumanna býr við mikla fátækt.

„Ég ítreka þá skoðun mína að alþjóðsamfélagið beitti sér tafarlaust fyrir lausn deilunnar fyrir botni Miðjarðarhafs og komi þannig í veg fyrir frekari blóðsúthellingar," sagði páfi.

Benedikt páfi hefur áður lýst lýsa yfir stuðningi sínum við stofnun sjálfstæðs ríkis Palestínumanna. Hann segist hafa skilning á örvæntingu Palestínumanna en hann hefur jafnframt hvatt þá til að standast þá freistingu að grípa til ofbeldis og hryðjuverka.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×