Sumar sandala og sverða 25. mars 2010 04:45 Smellvænt sumar. Bósi Ljósár og Viddi snúa aftur í þriðju Leikfangasögunni og hún verður meira að segja í þrívídd. Robert Downey birtist aftur sem Tony Stark í Iron Man og Gísli Örn Garðarsson leikur stórt hlutverk í hugsanlegum smelli sumarsins, Prince of Persia. Þótt enn sé tæpur mánuður þangað til sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í kulda og trekki eru menn þegar farnir að setja upp sólgleraugun og bíða eftir sumarsmellunum. Poppvélar bíóhúsanna munu malla þegar sumarsmellir Hollywood skella á kvikmyndahúsum borgarinnar. Þótt ekkert Avatar-óveður sé í nánd eru þó nokkrar kvikmyndir sem gera tilkall til konungsdóms í miðasölu.BarnahetjurIron Man Robert DowneyBörnin verða dugleg við að teyma foreldrana í bíó þetta sumarið því Pixar-fyrirtækið dustar rykið af tveimur þekktustu teiknimyndapersónum sögunnnar, Bósa Ljósár og Vidda kúreka. Að þessu sinni ákveður góðhjartaði eigandinn þeirra, Addi, að losa sig við æskuvinina og gefa þau á leikskóla. Sérlunduðu leikföngin sætta sig auðvitað ekki við að vera lamin og kreist á hverjum degi og undirbúa magnaðan flótta. Önnur og ógnvænlegri persóna undirbýr einnig endurkomu sína, sjálfur Skrekkur, en fjórða myndin um græna tröllið er sögð vera sú síðasta. Hrói og Prinsinn Eiginkonur ættu ekki að láta sér bregða þótt karlpeningurinn grafi upp gamla trésverðið og skjöldinn og fari að æfa gamla takta úti í garði, því sverð og sandalar eru meginþemað í sumar. Fyrsta ber að nefna Clash of Titans, endurgerð frá 1981, þar sem Avatar-stjarnan Sam Worthington leikur Perseus, Sam Neil Seif og Ralph Fiennes er Hades. Þær tvær myndir sem margir spá að eigi eftir að berjast um hylli sverðelskandi áhorfenda eru hins vegar Robin Hood eftir Ridley Scott með Russell Crowe í hlutverki hjartgóða þjófsins og svo Prince of Persia með Gísla „okkar“ Garðarssyni í stóru hlutverki. Ef þær eru ekki meiri háttar klúður hala þær inn nokkrum krónum. Testesterón og stelpumyndirasdfEn það er auðvitað ekki bara drepið með sverðum. Því sjálfur Iron Man mætir aftur til leiks með Robert Downey innanborðs. Heill her af stjörnum prýðir framhaldsmyndina en Mickey Rourke er skúrkurinn, Testesterónið fær síðan óheft flæði í kvikmyndum á borð við The Expandables þar sem Sylvester Stallone lætur ljós sitt skína og A-Team en hún er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum. Kvenkynið lætur þetta yfir sig ganga gegn loforðum um að unnustinn bjóði þeim annaðhvort á Sex and the City 2 þar sem sjónvarpspersónurnar frægu glíma við fylgifiska einkalífsins eða The Twilight Saga: Eclipse þar sem skjáþokki Robert Pattinson bræðir unglingsstúlkur og siðvandar húsfreyjur. Vafalítið verður Knight and Date með þeim Tom Cruise og Cameron Diaz sú mynd sem pör og skötuhjú geta sanmælst um enda rómantísk hasarmynd fyrir bæði kyn.freyrgigja@frettabladid.is Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira
Þótt enn sé tæpur mánuður þangað til sumardagurinn fyrsti verður haldinn hátíðlegur í kulda og trekki eru menn þegar farnir að setja upp sólgleraugun og bíða eftir sumarsmellunum. Poppvélar bíóhúsanna munu malla þegar sumarsmellir Hollywood skella á kvikmyndahúsum borgarinnar. Þótt ekkert Avatar-óveður sé í nánd eru þó nokkrar kvikmyndir sem gera tilkall til konungsdóms í miðasölu.BarnahetjurIron Man Robert DowneyBörnin verða dugleg við að teyma foreldrana í bíó þetta sumarið því Pixar-fyrirtækið dustar rykið af tveimur þekktustu teiknimyndapersónum sögunnnar, Bósa Ljósár og Vidda kúreka. Að þessu sinni ákveður góðhjartaði eigandinn þeirra, Addi, að losa sig við æskuvinina og gefa þau á leikskóla. Sérlunduðu leikföngin sætta sig auðvitað ekki við að vera lamin og kreist á hverjum degi og undirbúa magnaðan flótta. Önnur og ógnvænlegri persóna undirbýr einnig endurkomu sína, sjálfur Skrekkur, en fjórða myndin um græna tröllið er sögð vera sú síðasta. Hrói og Prinsinn Eiginkonur ættu ekki að láta sér bregða þótt karlpeningurinn grafi upp gamla trésverðið og skjöldinn og fari að æfa gamla takta úti í garði, því sverð og sandalar eru meginþemað í sumar. Fyrsta ber að nefna Clash of Titans, endurgerð frá 1981, þar sem Avatar-stjarnan Sam Worthington leikur Perseus, Sam Neil Seif og Ralph Fiennes er Hades. Þær tvær myndir sem margir spá að eigi eftir að berjast um hylli sverðelskandi áhorfenda eru hins vegar Robin Hood eftir Ridley Scott með Russell Crowe í hlutverki hjartgóða þjófsins og svo Prince of Persia með Gísla „okkar“ Garðarssyni í stóru hlutverki. Ef þær eru ekki meiri háttar klúður hala þær inn nokkrum krónum. Testesterón og stelpumyndirasdfEn það er auðvitað ekki bara drepið með sverðum. Því sjálfur Iron Man mætir aftur til leiks með Robert Downey innanborðs. Heill her af stjörnum prýðir framhaldsmyndina en Mickey Rourke er skúrkurinn, Testesterónið fær síðan óheft flæði í kvikmyndum á borð við The Expandables þar sem Sylvester Stallone lætur ljós sitt skína og A-Team en hún er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþáttum. Kvenkynið lætur þetta yfir sig ganga gegn loforðum um að unnustinn bjóði þeim annaðhvort á Sex and the City 2 þar sem sjónvarpspersónurnar frægu glíma við fylgifiska einkalífsins eða The Twilight Saga: Eclipse þar sem skjáþokki Robert Pattinson bræðir unglingsstúlkur og siðvandar húsfreyjur. Vafalítið verður Knight and Date með þeim Tom Cruise og Cameron Diaz sú mynd sem pör og skötuhjú geta sanmælst um enda rómantísk hasarmynd fyrir bæði kyn.freyrgigja@frettabladid.is
Mest lesið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Tónlist Birti bónorðið í Bændablaðinu Lífið Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Lífið Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Lífið Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Lífið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið Geislandi Vigdís og gat á skónum sem mátti ekki sjást Menning Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Lífið Fleiri fréttir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Sjá meira