Í dag ræður þú Hanna Birna Kristjánsdóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Í dag göngum við til kosninga og veljum borgarstjórn til næstu fjögurra ára. Viðfangsefni borgarstjórnar eru afar mikilvæg og hafa bein áhrif á líf allra borgarbúa á degi hverjum. Skólarnir okkar, leikskólarnir, þjónusta við eldri borgara - allt verður þetta að virka og vera í góðu lagi. Þess vegna eru þessar kosningar mikilvægar, við eigum svo mikið undir því að okkar nánasta umhverfi sé í lagi, ekki síst fyrir þau sem standa hjarta okkar næst. Ég er stolt af störfum mínum sem borgarstjóri. Við höfum náð miklum árangri. Ég hef beitt mér fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum og lagt mig fram um að vinna vel með öllum, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þessi nýju vinnubrögð hafa skilað farsælum lausnum og árangri fyrir borgarbúa, enda er í mínum huga enginn vafi á því að þannig njóti borgarbúar betur krafta allra borgarfulltrúa en þegar hver höndin er upp á móti annarri. Skattar hafa ekki verið hækkaðir en þrátt fyrir það stendur borgin sterk fjárhagslega og íbúar geta verið öruggir um að njóta áfram þeirrar grunnþjónustu sem þeir hafa vanist. Borgarsjóður hefur verið rekinn hallalaus. Þessi trausta staða skiptir miklu fyrir börnin okkar og framtíðina. Við höfum forgangsraðað í þágu barna og velferðarþjónustu í borginni. Við höfum tryggt öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss og öllum grunnskólabörnum þjónustu á frístundaheimilum. Að auki eru leikskólagjöld, frístundaheimilisgjöld og matargjöld í grunnskólum með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Ég er stolt af því að Reykjavíkurborg hefur haldið uppi framkvæmdum, sem veita fjölda fólks atvinnu og stutt við atvinnuskapandi verkefni. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 26 milljarða á vegum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar en til samanburðar má nefna að ríkið framkvæmir á sama tíma fyrir 18 milljarða. Ég vona að í dag verði kosið um þessi góðu verk. Reykvíkingar eiga það skilið að hagsmunir þeirra og framtíð séu meginverkefni þessara kosninga. Ég hvet Reykvíkinga til að mæta á kjörstað í dag og bið um stuðning til að gegna áfram störfum borgarstjóra. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði til þess og stuðlar að enn frekari árangri, sátt og stöðugleika. Þannig getum við haldið áfram að vinna saman í þágu allra borgarbúa. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Borgarstjóri Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Í dag göngum við til kosninga og veljum borgarstjórn til næstu fjögurra ára. Viðfangsefni borgarstjórnar eru afar mikilvæg og hafa bein áhrif á líf allra borgarbúa á degi hverjum. Skólarnir okkar, leikskólarnir, þjónusta við eldri borgara - allt verður þetta að virka og vera í góðu lagi. Þess vegna eru þessar kosningar mikilvægar, við eigum svo mikið undir því að okkar nánasta umhverfi sé í lagi, ekki síst fyrir þau sem standa hjarta okkar næst. Ég er stolt af störfum mínum sem borgarstjóri. Við höfum náð miklum árangri. Ég hef beitt mér fyrir nýjum vinnubrögðum í stjórnmálum og lagt mig fram um að vinna vel með öllum, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þessi nýju vinnubrögð hafa skilað farsælum lausnum og árangri fyrir borgarbúa, enda er í mínum huga enginn vafi á því að þannig njóti borgarbúar betur krafta allra borgarfulltrúa en þegar hver höndin er upp á móti annarri. Skattar hafa ekki verið hækkaðir en þrátt fyrir það stendur borgin sterk fjárhagslega og íbúar geta verið öruggir um að njóta áfram þeirrar grunnþjónustu sem þeir hafa vanist. Borgarsjóður hefur verið rekinn hallalaus. Þessi trausta staða skiptir miklu fyrir börnin okkar og framtíðina. Við höfum forgangsraðað í þágu barna og velferðarþjónustu í borginni. Við höfum tryggt öllum börnum sem verða tveggja ára á árinu leikskólapláss og öllum grunnskólabörnum þjónustu á frístundaheimilum. Að auki eru leikskólagjöld, frístundaheimilisgjöld og matargjöld í grunnskólum með þeim lægstu á höfuðborgarsvæðinu. Ég er stolt af því að Reykjavíkurborg hefur haldið uppi framkvæmdum, sem veita fjölda fólks atvinnu og stutt við atvinnuskapandi verkefni. Á þessu ári verður framkvæmt fyrir 26 milljarða á vegum Reykjavíkurborgar og fyrirtækja hennar en til samanburðar má nefna að ríkið framkvæmir á sama tíma fyrir 18 milljarða. Ég vona að í dag verði kosið um þessi góðu verk. Reykvíkingar eiga það skilið að hagsmunir þeirra og framtíð séu meginverkefni þessara kosninga. Ég hvet Reykvíkinga til að mæta á kjörstað í dag og bið um stuðning til að gegna áfram störfum borgarstjóra. Atkvæði greitt Sjálfstæðisflokknum er atkvæði til þess og stuðlar að enn frekari árangri, sátt og stöðugleika. Þannig getum við haldið áfram að vinna saman í þágu allra borgarbúa. Hanna Birna Kristjánsdóttir, Borgarstjóri
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun