Sekur um bjartsýni Árni Sigfússon skrifar 29. maí 2010 06:00 Ég er stoltur af því að við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ höfðum forgöngu um að kaupa meirihluta í HS veitum og bæjarbúar eiga nú 67% í hitaveitunni. Ég er stoltur af því að með meirihlutaeign í hitaveitunni, HS veitum, stjórnum við bæði magni og verði á heitu og köldu vatni til íbúa og fyrirtækja, enginn annar. Ég er stoltur af því að við höfðum forgöngu um að Reykjanesbær hefur keypt land og auðlindir undir virkjunum á okkar svæði til að tryggja að þær séu í höndum íbúa. Ég er stoltur af því að við höfum haft forgöngu um forvarnir sem skapa fleiri börnum í Reykjanesbæ heilbrigði og hamingju. Ég er stoltur af því að standa með þeim sem minna mega sína og búa þeim skjól í okkar bæjarfélagi. Ég er stoltur af árangri íbúa Reykjanesbæjar í íþróttum og aðstöðu íþróttafélaga sem við höfum skapað saman. Tónlist og menning blómstrar í bænum Ég er stoltur af því að við höfum umbreytt umhverfi Reykjanesbæjar og skapað með því lífsgæði sem allir bæjarbúar geta notið, óháð efnahag og stöðu. Ég er stoltur af því að þrátt fyrir alvarlegan atvinnumissi við brotthvarf varnarliðsins og mikla varnarbaráttu fyrir íbúa Reykjanesbæjar, skuli eignir bæjarins vera 11 þúsund milljónir kr. umfram skuldir. Ég er stoltur af því að hafa staðið að atvinnuverkefnum sem geta skilað þúsundum manna vel launuðum störfum og styrkt fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Ég er stoltur af því að hafa staðið gegn andróðri margra stjórnmálaafla sem hafa ráðist á Reykjanesbæ og snúið staðreyndum í þeim eina tilgangi að fella D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ég er stoltur af íbúum Reykjanesbæjar sem hafa staðið með mér gegn andróðursöflum og barist við hlið mér til að afla alþýðu manna betur launaðra starfa og skapa betra samfélag. Ég er stoltur af því að kannanir fyrir þessar kosningar sýna að 65% íbúa kjósa að ég verði bæjarstjóri þeirra eftir kosningar. Ég er stoltur af því að hafa helst til sakar unnið, að mati andróðursafla, að vera bjartsýnn á framtíðina. Ég geng stoltur með íbúum Reykjanesbæjar til kosninga í dag til að merkja X við D - velja bjarta framtíð fyrir Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Sjá meira
Ég er stoltur af því að við sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ höfðum forgöngu um að kaupa meirihluta í HS veitum og bæjarbúar eiga nú 67% í hitaveitunni. Ég er stoltur af því að með meirihlutaeign í hitaveitunni, HS veitum, stjórnum við bæði magni og verði á heitu og köldu vatni til íbúa og fyrirtækja, enginn annar. Ég er stoltur af því að við höfðum forgöngu um að Reykjanesbær hefur keypt land og auðlindir undir virkjunum á okkar svæði til að tryggja að þær séu í höndum íbúa. Ég er stoltur af því að við höfum haft forgöngu um forvarnir sem skapa fleiri börnum í Reykjanesbæ heilbrigði og hamingju. Ég er stoltur af því að standa með þeim sem minna mega sína og búa þeim skjól í okkar bæjarfélagi. Ég er stoltur af árangri íbúa Reykjanesbæjar í íþróttum og aðstöðu íþróttafélaga sem við höfum skapað saman. Tónlist og menning blómstrar í bænum Ég er stoltur af því að við höfum umbreytt umhverfi Reykjanesbæjar og skapað með því lífsgæði sem allir bæjarbúar geta notið, óháð efnahag og stöðu. Ég er stoltur af því að þrátt fyrir alvarlegan atvinnumissi við brotthvarf varnarliðsins og mikla varnarbaráttu fyrir íbúa Reykjanesbæjar, skuli eignir bæjarins vera 11 þúsund milljónir kr. umfram skuldir. Ég er stoltur af því að hafa staðið að atvinnuverkefnum sem geta skilað þúsundum manna vel launuðum störfum og styrkt fjárhagsstöðu Reykjanesbæjar. Ég er stoltur af því að hafa staðið gegn andróðri margra stjórnmálaafla sem hafa ráðist á Reykjanesbæ og snúið staðreyndum í þeim eina tilgangi að fella D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ Ég er stoltur af íbúum Reykjanesbæjar sem hafa staðið með mér gegn andróðursöflum og barist við hlið mér til að afla alþýðu manna betur launaðra starfa og skapa betra samfélag. Ég er stoltur af því að kannanir fyrir þessar kosningar sýna að 65% íbúa kjósa að ég verði bæjarstjóri þeirra eftir kosningar. Ég er stoltur af því að hafa helst til sakar unnið, að mati andróðursafla, að vera bjartsýnn á framtíðina. Ég geng stoltur með íbúum Reykjanesbæjar til kosninga í dag til að merkja X við D - velja bjarta framtíð fyrir Reykjanesbæ. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, oddviti D-lista sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar