Erlent

Danir púa pípur mest allra

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Danir reykja álíka mikið og aðrar þjóðir innan Evrópusambandsins. En þegar kemur að pípureykingum kemst engin með tærnar þar sem þeir hafa hælana.

Um 17% Dana reykja pípu að minnsta kosti stöku sinnum. Hlutfallið er ekki svo hátt í nokkru öðru ríki innan Evrópusambandsins, segir Danmarks Radio. Um 8% Dana reykja pípu daglega en í öðrum ríkjum Evrópusambandsins nær hlutfallið ekki upp í 1%. Það var Hagstofa Evrópusambandsins sem gerði rannsóknina.

Uffe Elleman-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Danmerkur, var kjörinn pípureykingarmaður ársins árið 1986 og aftur árið 2003. Það vefst ekki fyrir honum hvers vegna Danir eru svo hrifnir af pípum. Pípan geri menn gáfulega og þannig vilji menn hafa það.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×