Schumacher fagnaði Vettel eftir að hafa lent í stórhættu í lokamótinu 14. nóvember 2010 21:42 Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher. Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Þjóðverjinn Michael Schumacher fagnaði landa sínum og vini, Sebastian Vettel vel í dag eftir að titilinn var í höfn hjá þeim síðarnefnda. Þeir eru einu ökumennirnir sem hafa orðið meistarar í Formúlu 1 frá Þýskalandi. Schumacher sá Vettel keyra á kartbraut sem hann á í Kerpen í Þýskalandi og taldi hann efni í framtíðarmeistara. Áratug síðar er það staðreynd. Vettel er meistari sex árum eftir að Schumacher vann sinn síðasta titil með Ferrari. "Ég er hamingjusamur fyrir hans hönd. Við erum vinir og þetta er búið að vera erfitt ár hjá honum. Það hefur gengið misjafnlega hjá honum og vandamál varðandi bílinn, frekar en akstursmáta hans. Hann á titilinn skilið", sagði Schumacher í samtali við BBC. Schumacher segir Vettel frábæran ökumann og náunga, en þeir koma til með að keyra í meistarakeppni ökumanna í Dusseldorf eftir tvær vikur fyrir hönd Þýskalands og í einstaklingskeppni. Schumacher var stálheppinn í dag að meiðast ekki þegar hann snerist í brautinni og bíll Viantonio Liuzzi klifraði upp á hans bíl. Schumacher sagði atvikið hafa vakið skelfingu og litið illa út, en öryggið væri mikið í Formúlu 1 og ekkert hefði komið fyrir hann. Hann þurfti þó að fara skoðun hjá lækni á mótsstaðnum til öryggis. "Ég hefði viljað ljúka keppnistímabilinu á annan hátt, en ég hlakka til að berjast á næsta ári", sagði Schumacher.
Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira