Erlent

Breski flugherinn tekur þátt í leitinni að Moat

Breski flugherinn hefur verið kallaður út til að aðstoða við leitina að morðingjanum Raoul Moat í Bretlandi.

Samkvæmt frétt um málið í blaðinu The Sun hefur Tornado þota frá flughernum flogið yfir leitarsvæðið í Northumbria en þotan er útbúin nákvæmri hitamyndavél og getur með henni greint mannaferðir úr mikilli fjarlægð.

Haft er eftir háttsettum foringja í flughernum að ef Moat er enn á leitarsvæðinu séu góðar líkur á að Tornando þotan muni finna hann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×